Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. maí 2022 09:15
Elvar Geir Magnússon
Pogba hafnaði City - Tilkynning frá Mbappe um helgina
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Memphis aftur í enska boltann?
Memphis aftur í enska boltann?
Mynd: EPA
Sergino Dest.
Sergino Dest.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan föstudag. Pogba, Mbappe, Jorginho, Depay, Dybala, Lenglet, Dest og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Góðan lestur!

Paul Pogba (29) hafnaði samningi frá Manchester City því hann óttaðist hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum Manchester United. (Times)

Juventus vonast til að fá Pogba aftur til Tórínó og vill einnig fá Jorginho (30) frá Chelsea. (Gazzetta dello Sport)

Kylian Mbappe (23) mun gefa út tilkynningu um framtíð sína á sunnudaginn en hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid. PSG hefur reynt allt til að halda honum. (L'Equipe)

Arsenal, Newcastle United og Everton hafa áhuga á hollenska sóknarleikmanninum Memphis Depay (28) hjá Barcelona. (Sport)

Argentínski sóknarleikmaðurinn Paulo Dybala (28) hefur útilokað að fara til Tottenham en hann mun yfirgefa Juventus þegar samningur hans rennur út í sumar. (AS)

Tottenham hefur áhuga á að fá franska varnarmanninn Clement Lenglet (26) lánaðan en honum er frjálst að yfirgefa Barcelona. (Sport)

Það er forgangsatriði hjá Robert Lewandowski (33) að fara til Barcelona. Hann hefur rætt við félagið um samning til 2025 og hefur ekki rætt við önnur félög. (Fabrizio Romano)

Barcelona hefur áhuga á að fá miðvörðinn Kalidou Koulibaly (30) lánaðan frá Napoli og er tilbúið að bjóða miðjumanninn Miralem Pjanic (32) sem hluta af tilboðinu. (Fichajes)

Leicester City mun reyna að fá franska miðjumanninn Houssem Aouar (23) frá Lyon ef belgíski landsliðsmaðurinn Youri Tielemans (25) yfirgefur félagið í sumar. (Ekrem Konur)

Manchester United hefur boðist tækifæri til að kaupa bandaríska bakvörðinn Sergino Dest (21) frá Barcelona. (90min)

Dest gæti komið í stað Aaron Wan-Bissaka (24) sem verður hleypt frá Manchester United í sumar. (Sky Sports)

United virðist á barmi þess að klára samkomulag um hollenska varnarmanninn Jurrien Timber (20) hjá Ajax. (Sun)

Divock Origi (27) fer til AC Milan þegar samningur hans við Liverpool rennur út. Hann bíður eftir læknisskoðun. (Guardian)

Arsenal er tilbúið að taka á sig stórt tap og selja Nicolas Pepe (26) í sumar. (Football Insider)

West Brom vill fá írska miðjumanninn Conor Hourihane (31) frá Aston Villa en hann hefur verið á láni hjá Sheffield United þetta tímabilið. (Football Insider)

Vincent Kompany (36), fyrrum varnarmaður Manchester City, er sterklega orðaður við stjórastarfið hjá Burnley. Það fer þó eftir því hvort liðið nái að halda sæti sínu. (Manchester Evening News)

Theo Walcott (33), vængmaður Southampton, gæti verið á leið í bandarísku MLS-deildina. New York Red Bulls, New York City FC, LA Galaxy og Los Angeles FC eru mögulegir áfangastaðir. (Sun)

Juventus mun ekki reyna að kaupa Alvaro Morata (29) alfarið frá Atletito Madrid en spænski sóknarmaðurinn hefur verið á láni síðustu tvö tímabil. (Marca)

Newcastle United mun ræða við Eddie Howe um nýjan samning í sumar. (Mail)

Brentford, Bournemouth, Southampton og West Ham hafa áhuga á enska vængmanninum Keane Lewis-Potter (21) sem er hjá Hull City í Championship-deildinni. (Telegraph)

Newcastle er að loka samnkomulagi við Manchester United um að fá Dean Henderson (25) lánaðan í eitt ár. Ekki er enn útilokað að Newcastle kaupi markvörðinn endanlega. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner