Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   fim 20. júní 2024 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Lengjudeildin
Bragi Karl Bjarkason.
Bragi Karl Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara geggjað. Þetta er ómetanlegur stuðningur sem við fáum," sagði Bragi Karl Bjarkason, leikmaður ÍR, eftir 3-1 sigur gegn Fjölni í Lengjudeildinni.

Bragi skoraði sigurmörkin í leiknum en leikmenn ÍR fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum eftir leik. „Við erum ekki búnir að vera eins góðir og við hefðum viljað vera í sumar, en þeir hafa alltaf verið til staðar og það er geggjað. Það eru að myndast undir Ghetto Hooligans sem er geggjað að sjá."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  1 Fjölnir

Þetta var fyrsti sigur ÍR frá því í fyrstu umferð gegn Keflavík, en hvað skóp þennan sigur?

„Ég held að það hafi verið baráttan. Við vorum lélegir í baráttunni í síðasta leik gegn Njarðvík en við vorum 'on' í því í dag. Mér fannst við vera betri."

Bragi, sem var markakóngur í 2. deild í fyrra, steig upp á stóru augnablikunum í þessum leik. Hann er að finna sig vel í Lengjudeildinni og er núna búinn að gera fimm mörk í átta leikjum.

„Grasið var erfitt og blautt. Ég náði að skora tvö í lokin sem var geggjað. Það er gaman að komast á blað aftur. Þetta er krefjandi deild og miklu erfiðara en við vorum að gera í fyrra. Mér finnst ég hafa náð að gera mína hluti. Ég er kominn með nokkur mörk sem er geggjað."

Bragi skoraði 21 mark í 22 leikjum í 2. deild í fyrra.

„Ég sagði fyrir tímabilið að mig langaði að skora tíu. Ég sagði það líka í fyrra. Það kemur í ljós hvað gerist. Ég náði því snemma í fyrra og vonandi næ ég því sem fyrst aftur núna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en Bragi er spenntur fyrir framhaldinu.
Athugasemdir
banner
banner