Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 20. júní 2024 23:06
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég einstaklega ánægður, þetta var okkar fyrsti heimasigur. Við höfum verið góðar og frammistöðurnar hafa verið massívar og í dag vorum við einnig frábærar og fengum loksins það sem við eigum skilið. Ég gæti ekki verið stoltari af stelpunum, þær eru magnaðar." Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 2-1 sigur á Breiðablik í Bestu deild kvenna í kvöld. Víkingur er fyrsta liðið til að vinna Blikana í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Breiðablik

Lykillin að sigri Víkings í dag var ákefðin, orkan og baráttugleðin í liðinu. Klisjulegt að segja þetta en hugsanlega vildi Víkingur þetta bara meira.

„Þetta var blanda af þessum þáttum og svo bara gæðum. Við breyttum ákveðnum hlutum frá því gegn Tindastóli og þannig er fótboltinn. Þetta var frábært. Við leggjum okkur alltaf allar fram hérna á þessum velli. Við erum með bestu stúku landsins að mínu mati. Með þessi gæði í liðinu er yndislegt að horfa á þetta."

Fyrstu mínutur leiksins spiluðu Blikar óaðfinnanlega en svo gerist það að Agla María meiðist og þá taka Víkingar öll völd á vellinum.

„Hún er frábær leikmaður og maður vill aldrei sjá frabæra leikmenn meiðast. Við biðjum til guðs að það sé í lagi með hana. Auðvitað hafði þetta mikil áhrif. Þegar maður missir leikmann eins og Öglu þá mun það hafa áhrif á leikinn. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að pæla í, Nik verður að hafa áhyggjur af þessu. Okkar leikmann gerðu félagið stolt í dag."
Athugasemdir
banner
banner