Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. júlí 2018 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Arnór Breki frá keppni í 6-8 vikur
Arnór Breki í leik með Fjölni.
Arnór Breki í leik með Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Breki Ástþórsson vinstri bakvörður Fjölni verður frá keppni í 6-8 vikur eftir að hafa slitið liðband á ökkla.

Arnór Breki kom til félagsins frá Aftureldingu í vetur og náði að spila 10 leiki í Pepsi-deildinni áður en hann meiddist.

Hann er tvítugur og uppalinn hjá Aftureldingu þar sem hann lék 56 leiki og skoraði 5 mörk á undanförnum árum.

Hann hefur skorað eitt mark í Pepsi-deildinni í sumar, gegn KR 21. maí.

Fjölsmenn eru í erfiðri stöðu í Pepsi-deildinni með 12 stig að loknum tólf umferðum, stigi meira en Fylkir sem er í fallsæti. Fjölnir mætir ÍBV á sunnudaginn á heimavelli í fallbaráttuslag. Liðin eru jöfn að stigum í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner