Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júlí 2019 14:12
Ívan Guðjón Baldursson
Veretout kominn til Roma (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AS Roma er búið að ganga frá kaupum á franska miðjumanninum Jordan Veretout.

Veretout kemur til félagsins að láni út tímabilið og kostar sá samningur eina milljón evra fyrir Rómverja sem greiða einnig laun miðjumannsins. Hann gengur svo endanlega í raðir félagsins eftir tímabilið fyrir 16 milljónir evra og geta 2 milljónir bæst við til viðbótar sem árangurstengdar greiðslur. Í heildina greiðir Roma því 17-19 milljónir fyrir leikmanninn, auk launa.

Veretout skrifar undir samning sem gildir út júní 2024. Hann er 24 ára og hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Fiorentina undanfarin tvö ár. Þar áður var hann hjá Aston Villa og Nantes.

Veretout er afar góð vítaskytta og á að leysa Daniele De Rossi af hólmi á miðjusvæði Roma. Þar mun hann berjast við menn á borð við Steven N'Zonzi, Bryan Cristante og Maxime Gonalons um byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner