þri 20. júlí 2021 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Jón Þór líflegur á hliðarlínunni í fyrsta leiknum
Lengjudeildin
Jón Þór stýrði Vestra í fyrsta sinn síðasta laugardag.
Jón Þór stýrði Vestra í fyrsta sinn síðasta laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór Hauksson stýrði Vestra í fyrsta sinn síðasta laugardag þegar liðið lagði Þrótt að velli í hörkuleik fyrir vestan.

„Þetta tækifæri er ansi spennandi en þetta var spurning um tíma og aðstæður aðallega. Eftir samræður við fjölskylduna voru allir tilbúnir að stökkva af stað í smá ævintýri. Þá var ekkert annað að gera en að skella sér í þetta. Það er bara jákvætt og spennandi," sagði Jón Þór við Fótbolta.net eftir að hann tók starfið að sér.

Leiknum gegn Þrótti lauk með 2-1 sigri Vestra. Hinn 17 ára gamli Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Pétur Bjarnason jafnaði metin fyrir Vestra í síðari hálfleik. Brenton Muhammad markvörður Vestra gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Róberti Haukssyni, leikmanni Þróttar áður en Nikolaj Madsen tryggði Vestra sigur á 90. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Jón Þór var líflegur á hliðarlínunni í leiknum en hér að neðan má sjá myndir sem Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir tók á leiknum. Einnig má sjá hér að neðan viðtöl sem voru tekin eftir leikinn.

„Það var geggjað að ná að klára þetta í restina og þvílíkur karakter í strákunum," sagði Jón sem er spenntur fyrir næstu vikum fyrir vestan.



Athugasemdir
banner
banner