Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mið 20. september 2023 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Eiður Ben og Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins
Eiður Ben og Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Keflavík í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Eið Ben Eríksson aðstoðarþjálfara KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Keflavík

„Mér fannst við góðir á boltann í fyrri hálfleik, afslappaðir og pressu lausir, kærulausir stundum. Í seinni hálfleik hafa þeir engu að tapa og fara í fulla pressu, eitthvað sem þeir hafa ekki verið að gera. Við héldum áfram að vera afslappaðir sem mér fannst þeir nýta sér," sagði Eiður Ben.

„Við vorum alltaf betra fótboltaliðið og skorum fjögur góð mörk en fengum tvö mörk á okkur. Mér fannst leikurinn heilt yfir ekki nógu góður af okkar hálfu, eigum að gera betur, sérstakelga varnarlega."

Eftir erfiða byrjun hjá Keflavík í dag unnu þeir sig vel inn í leikinn. Það kom Eiði ekki á óvart.

„Það er langt síðan þeir spiluðu og við gátum búið okkur undir það að þeir myndu liggja til baka til að byrja með en þegar þeir eru komnir 2-0 undir eftir fimm mínútur þurfa þeir auðvitað að gera eitthvað, þeir eru að falla."

Þrátt fyrir slakann varnarleik var Eiður gríðarlega ánægður með hugarfar leikmanna eftir tapið í bikarúrslitunum um síðustu helgi.

„Óvenju vel í rauninni, ég bjóst ekki við miklu. Ég bjóst við því að menn væru slegnir í jörðina, mikil vonbrigði síðustu helgi. Sem betur fer fundu menn einhverja hvatningu aftast í hausnum sem er jákvætt. Fullt af leikmönnum sem hafa eitthvað til að spila upp á, einhverjir að spila upp á nýjan samning, einhverjir upp á stoltið og einhverjir sem vilja bæta sig og spila meira út tímabilið, þeir sem hafa veirð í minna hlutverki," sagði Eiður.


Athugasemdir
banner
banner
banner