Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   mið 20. september 2023 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Eiður Ben og Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins
Eiður Ben og Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Keflavík í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Eið Ben Eríksson aðstoðarþjálfara KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Keflavík

„Mér fannst við góðir á boltann í fyrri hálfleik, afslappaðir og pressu lausir, kærulausir stundum. Í seinni hálfleik hafa þeir engu að tapa og fara í fulla pressu, eitthvað sem þeir hafa ekki verið að gera. Við héldum áfram að vera afslappaðir sem mér fannst þeir nýta sér," sagði Eiður Ben.

„Við vorum alltaf betra fótboltaliðið og skorum fjögur góð mörk en fengum tvö mörk á okkur. Mér fannst leikurinn heilt yfir ekki nógu góður af okkar hálfu, eigum að gera betur, sérstakelga varnarlega."

Eftir erfiða byrjun hjá Keflavík í dag unnu þeir sig vel inn í leikinn. Það kom Eiði ekki á óvart.

„Það er langt síðan þeir spiluðu og við gátum búið okkur undir það að þeir myndu liggja til baka til að byrja með en þegar þeir eru komnir 2-0 undir eftir fimm mínútur þurfa þeir auðvitað að gera eitthvað, þeir eru að falla."

Þrátt fyrir slakann varnarleik var Eiður gríðarlega ánægður með hugarfar leikmanna eftir tapið í bikarúrslitunum um síðustu helgi.

„Óvenju vel í rauninni, ég bjóst ekki við miklu. Ég bjóst við því að menn væru slegnir í jörðina, mikil vonbrigði síðustu helgi. Sem betur fer fundu menn einhverja hvatningu aftast í hausnum sem er jákvætt. Fullt af leikmönnum sem hafa eitthvað til að spila upp á, einhverjir að spila upp á nýjan samning, einhverjir upp á stoltið og einhverjir sem vilja bæta sig og spila meira út tímabilið, þeir sem hafa veirð í minna hlutverki," sagði Eiður.


Athugasemdir