Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
   mið 20. september 2023 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
watermark Eiður Ben og Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins
Eiður Ben og Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Keflavík í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Eið Ben Eríksson aðstoðarþjálfara KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Keflavík

„Mér fannst við góðir á boltann í fyrri hálfleik, afslappaðir og pressu lausir, kærulausir stundum. Í seinni hálfleik hafa þeir engu að tapa og fara í fulla pressu, eitthvað sem þeir hafa ekki verið að gera. Við héldum áfram að vera afslappaðir sem mér fannst þeir nýta sér," sagði Eiður Ben.

„Við vorum alltaf betra fótboltaliðið og skorum fjögur góð mörk en fengum tvö mörk á okkur. Mér fannst leikurinn heilt yfir ekki nógu góður af okkar hálfu, eigum að gera betur, sérstakelga varnarlega."

Eftir erfiða byrjun hjá Keflavík í dag unnu þeir sig vel inn í leikinn. Það kom Eiði ekki á óvart.

„Það er langt síðan þeir spiluðu og við gátum búið okkur undir það að þeir myndu liggja til baka til að byrja með en þegar þeir eru komnir 2-0 undir eftir fimm mínútur þurfa þeir auðvitað að gera eitthvað, þeir eru að falla."

Þrátt fyrir slakann varnarleik var Eiður gríðarlega ánægður með hugarfar leikmanna eftir tapið í bikarúrslitunum um síðustu helgi.

„Óvenju vel í rauninni, ég bjóst ekki við miklu. Ég bjóst við því að menn væru slegnir í jörðina, mikil vonbrigði síðustu helgi. Sem betur fer fundu menn einhverja hvatningu aftast í hausnum sem er jákvætt. Fullt af leikmönnum sem hafa eitthvað til að spila upp á, einhverjir að spila upp á nýjan samning, einhverjir upp á stoltið og einhverjir sem vilja bæta sig og spila meira út tímabilið, þeir sem hafa veirð í minna hlutverki," sagði Eiður.


Athugasemdir
banner
banner