Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mið 20. september 2023 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Eiður Ben og Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins
Eiður Ben og Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Keflavík í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Eið Ben Eríksson aðstoðarþjálfara KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Keflavík

„Mér fannst við góðir á boltann í fyrri hálfleik, afslappaðir og pressu lausir, kærulausir stundum. Í seinni hálfleik hafa þeir engu að tapa og fara í fulla pressu, eitthvað sem þeir hafa ekki verið að gera. Við héldum áfram að vera afslappaðir sem mér fannst þeir nýta sér," sagði Eiður Ben.

„Við vorum alltaf betra fótboltaliðið og skorum fjögur góð mörk en fengum tvö mörk á okkur. Mér fannst leikurinn heilt yfir ekki nógu góður af okkar hálfu, eigum að gera betur, sérstakelga varnarlega."

Eftir erfiða byrjun hjá Keflavík í dag unnu þeir sig vel inn í leikinn. Það kom Eiði ekki á óvart.

„Það er langt síðan þeir spiluðu og við gátum búið okkur undir það að þeir myndu liggja til baka til að byrja með en þegar þeir eru komnir 2-0 undir eftir fimm mínútur þurfa þeir auðvitað að gera eitthvað, þeir eru að falla."

Þrátt fyrir slakann varnarleik var Eiður gríðarlega ánægður með hugarfar leikmanna eftir tapið í bikarúrslitunum um síðustu helgi.

„Óvenju vel í rauninni, ég bjóst ekki við miklu. Ég bjóst við því að menn væru slegnir í jörðina, mikil vonbrigði síðustu helgi. Sem betur fer fundu menn einhverja hvatningu aftast í hausnum sem er jákvætt. Fullt af leikmönnum sem hafa eitthvað til að spila upp á, einhverjir að spila upp á nýjan samning, einhverjir upp á stoltið og einhverjir sem vilja bæta sig og spila meira út tímabilið, þeir sem hafa veirð í minna hlutverki," sagði Eiður.


Athugasemdir
banner
banner