Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   mið 20. september 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég held að ég sé einn helsti stuðningsmaður Vals"
Systurnar á æfingu í gær.
Systurnar á æfingu í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir segist fylgjast vel með fótboltanum hér heima á meðan hún er að spila í Svíþjóð. Hún er á mála hjá Kristianstad og hefur verið að gera góða hluti þar.

Hún fylgist vel með gömlu félögunum í Val sem eru Íslandsmeistarar annað árið í röð og eru núna að berjast um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Hlín spáir því að Valur muni ná markmiði sínu að komast í riðlakeppnina. „Ég held að ég sé einn helsti stuðningsmaður Vals. Ég fylgist mjög mikið með Val og það er frábært að sjá að þeim gengur vel."

Hún á þrjár systur sem eru samningsbundnar Val en ein þeirra, Arna, er í landsliðshópnum. Arna er miðvörður en hún hefur verið að leika frábærlega með FH á láni í sumar. Hvernig er að vera með systur sinni í landsliðinu?

„Það er frábært og frábært fyrir hana. Það er mikið ánægjuefni," segir Hlín um Örnu.

„Ég er búin að sjá þá leiki sem eru ekki á sama tíma og Valsleikirnir en ég viðurkenni það að ég vel yfirleitt Valsleikina fram yfir leikina hjá FH."

Stórt augnablik fyrir okkur
Arna og Hlín náðu aðeins að spila saman í landsliðinu í síðasta glugga. Það var stór stund fyrir fjölskylduna og hver veit nema það gerist aftur.

„Við fengum einhverjar þrjár mínútur saman inn á vellinum síðast og það var stórt augnablik fyrir okkur mjög gaman," sagði Hlín að lokum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Athugasemdir
banner
banner
banner