Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   mið 20. september 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir æfingu í dag.
Fyrir æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf gott að koma heim í ferska loftið. Ég er alveg komin með ógeð af hitanum þarna úti," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

„Það er alltaf góð stemning í hópnum og manni líður alltaf vel hérna."

Framundan eru fyrstu leikirnir í Þjóðadeildinni þar sem Wales og Þýskaland eru andstæðingarnir. „Ég skil ekkert hvernig keppnin virkar en við tökum bara einn leik í einu. Við erum í hörkuriðli með skemmtilegum liðum. Þetta verða allt hörkuleikir og ég er mjög spennt."

Fyrsti leikurinn er gegn Wales á heimavelli á föstudaginn. „Við spiluðum við þær hérna á árinu og það var mjög slakur leikur af okkar hálfu held ég. En auðvitað voru leikmenn að koma úr undirbúningstímabili og svoleiðis. Þær eru með hörkulið en við ætlum að horfa á þeirra veikleika og reyna að sækja á þá. Og spila á þeim."

Það er ekki á hverjum degi sem við fáum heimaleik á Laugardalsvelli og tilvalið fyrir fólk að skella sér á völlinn á föstudagskvöldi.

„Jú, klárlega. Við ætlum að bæta upp fyrir síðasta heimaleik gegn Finnlandi sem var ekki nógu góður fyrir framan endalaust af stelpum af Símamótinu. Það situr í manni. Við ætlum að bæta upp fyrir það," segir Karólína.

Skipti yfir til Bayer Leverkusen
Karólína skipti yfir til Bayer Leverkusen á láni frá Bayern München í sumar. Hún var aðeins spurð út í skiptin.

„Þetta var alltaf í hausnum á manni, hvort maður eigi ekki að fara á láni. Það var komið samkomulag fyrir lok síðasta tímabils þannig að ég fékk minn tíma til finna lið til að fara í. Mér leist best á Leverkusen og ég er mjög bjartsýn fyrir því. Það býr mikið í liðinu og ég held að við getum gert góða hluti."

Leverkusen tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og hennar stöllum í Wolfsburg.

„Við fengum kannski ekki léttasta leikinn í fyrsta leik... labbar Sveindís hérna framhjá," sagði Karólína og hló. „Þetta var smá skellur, ekki alveg nógu gott. En við sýndum að við getum spilað góðan fótbolta og við munum byggja á því."

Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja Bayern en hún er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir. Planið er að snúa aftur eftir lánssamninginn en það verður að koma betur í ljós hvað gerist. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner