Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   fös 20. september 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mótmæla brottrekstri De Rossi - Ætla að mæta seint á völlinn
Mynd: EPA

Hörðustu stuðningsmenn Roma, 'Roma Ultras', eru allt annað en sáttir með að Daniele De Rossi, fyrrum stjóri liðsins, hafi verið rekinn á dögunum.


De Rossi tók við af Jose Mourinho á síðustu leiktíð en var rekinn eftir að hafa safnað þremur stigum í fyrstu fjórum leikjunum á þessu tímabili.

Roma Ultras hafa gefið út yfirlýsingu þar sem segir að þeir ætli ekki að mæta í stúkuna fyrr en hálftími er liðinn af leiknum.

Roma fær Udinese í heimsókn á sunnudaginn en Roma Ultras hafa kvatt alla stuðningsmenn liðsins til að taka þátt í mótmælunum.


Athugasemdir
banner
banner