Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Brottrekstur Pochettino kom Alderweireld á óvart
Toby Alderweireld
Toby Alderweireld
Mynd: Getty Images
Belgíski varnarmaðurinn Toby Alderweireld var í losti þegar honum bárust fregnir af því að Tottenham væri búið að reka Mauricio Pochettino.

Alderweireld er lykilmaður í vörn Tottenham en hann kom til félagsins frá Atlético Madrid árið 2015.

Hann hefur sannað sig sem einn af betri varnarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár en frétti af brottrekstri Pochettino eftir leik Belgíu og Kýpur.

„Þetta kom mér virkilega á óvart. Ég held að félagið hafi tekið ákvörðun og við verðum bara að taka þessu," sagði Alderweireld sem verður samningslaus næsta sumar.

„Við verðum bara að vera þakklátir fyrir allt sem hann hefur gert og að koma félaginu á hærri stall," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner