Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   mið 20. nóvember 2019 16:45
Magnús Már Einarsson
Nýtt æfingasvæði Liverpool tilbúið næsta sumar
Liverpool segir að allt sé á ætlun til að nýtt æfingasvæði félagsins í Kirkby verði tilbúið næsta sumar.

Vinna er í gangi en Liverpool mun þá færa æfingasvæðið af Melwood og bæði aðal og unglingalið félagsins munu æfa í Kirkby.

Um er að ræða glæsilegt æfingasvæði en fyrir utan æfingavelli verður þar heil innanhúshöll, bygging fyrir akademíu félagsins og 499 sæta stúka við aðalæfingavöllinn.

Tvær líkamsræktarstöðvar verða á svæðinu, sundlaug, kæliklefar og sérstök aðstaða fyrir endurheimt leikmanna.

Þá verða einnig á svæðinu sjónvarpsstúdíó, salur fyrir fréttamannafundi sem og skrifstofur.
Athugasemdir
banner