Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. nóvember 2021 17:31
Brynjar Ingi Erluson
De Gea: Hver martröðin á fætur annarri
David De Gea
David De Gea
Mynd: EPA
Mynd: EPA
David De Gea, markvörður Manchester United, var skömmustulegur eftir 4-1 tap liðsins gegn Watford í dag en hann vill þó ekki kenna stjóranum um hvernig fór.

United var tveimur mörkum undir í hálfleik. Donny van de Beek kom inná í hálfleik og tókst að minnka muninn eftir undirbúning frá Cristiano Ronaldo.

Það var þó ekki sjón að sjá spilamennskuna og var það Watford sem vildi þetta meira. Það bætti þá gráu ofan á svart er Harry Maguire var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvö gul á sjö mínútum.

Watford gerði út um leikinn með tveimur mörkum undir lokin og lokatölur 4-1.

„Það er ekki mikið hægt að segja núna. Það var skammarlegt að sjá Manchester United spila eins og við gerðum í dag. Þessi frammistaða var ekki ásættanleg. Það er auðvelt að kenna stjóranum um eða þjálfaraliðinu en stundum er þetta á ábyrgð leikmanna. Við þurfum að sýna miklu meira en við gerðum í dag," sagði De Gea.

„Fyrri hálfleikurinn var skammarlegur. Við hefðum geta fengið á okkur fjögur mörk í fyrri hálfleik. Það er erfitt að horfa á liðið spila eins og það gerði í dag og þetta var hver martröðin á fætur annarri. Þetta er ekki ásættanlegt."

„Við erum að reyna að gera okkar besta og berjast fyrir liðið en það fór eitthvað úrskeiðis. Þú sérð það á leikjunum, við erum að spila illa. Ég verð að biðja stuðningsmenn afsökunar, enn og aftur."

„Þetta hefur verið mjög slæmt í langan tíma. Félag eins og Manchester United á að vera í baráttu um titla og berjast um stóru hlutina og ef ég á að vera hreinskilinn þá erum við langt frá því, en við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur og standa saman í þessu. Við erum alltaf að segja sömu hlutina en þetta er sannleikurinn. Við verðum að horfa í spegil og sjá hvar við getum bætt okkur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner