Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. janúar 2020 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes nær eftirtektarverðum árangri í Þýskalandi
Hannes í leik með FH.
Hannes í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þ. Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður, er að ná eftirtektarverðum árangri sem þjálfari í fimmtu efstu deild Þýskalands.

Skrifað er um árangur Hannesar hjá Morgunblaðinu. Hann sýrir Deisen­hofen sem er frá Bæjaralandi, skammt frá München.

Hann kom þeim upp um deild síðasta sumar og er núna með lðið í öðru sæti í sínum riðli þrátt fyrir að leikmannahópurinn hafi ekki verið mikið styrktur. Hann er mikið að leyfa ungum strákum að spreyta sig.

Það eru 22 umferðir af 34 búnar, en ef liðið endar þar sem það er núna þá fer það í umspil um sæti í fjórðu efstu deild þar sem mörg atvinnumannalið leika.

Mikil ánægja er með störf Hannesar og er hann búinn að framlengja samning sinn til 2021.

Hann­es er 36 ára gam­all og lék 13 lands­leiki fyr­ir Íslands hönd sem leikmaður. Hann lék síðast á Íslandi með FH sumarið 2011 en á leikmannaferli sínum erlendis lék Hannes í Noregi, Englandi, Danmörku, Svíþjóð, Kasakstan, Rússlandi, Austurríki og Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner