Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 21. janúar 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Við skildum sálina eftir á Highbury
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger er maðurinn sem kom Arsenal á næsta stig í knattspyrnuheiminum. Hann neyddist þó til að segja starfinu upp eftir tímabilið 2017-18 vegna óviðunandi gengis.

Unai Emery tók við en ekki skánuðu aðstæður undir hans stjórn og nú er Mikel Arteta við stjórnvölinn. Arsenal situr um miðja deild, með 29 stig eftir 23 umferðir.

Wenger þykir sárt að horfa upp á þetta og telur hann heimavöllinn hafa eitthvað að segja.

„Við byggðum nýjan leikvang (Emirates) en fundum aldrei sálina okkar - við skildum sálina eftir á Highbury. Okkur tókst aldrei að endurskapa stemninguna sem ríkti þar af öryggisástæðum," sagði Wenger í viðtali við beIN Sports.

„Við þurftum að lengja bilið á milli vallarins og stúkunnar til að skapa pláss svo sjúkrabílar kæmust að. Þá voru áhorfendapallarnir byggðir með of miklum halla og niðurstaðan sú að okkur tókst aldrei að endurskapa stemninguna frá Highbury."
Athugasemdir
banner