Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frosti Brynjólfs í Hauka (Staðfest)
Frosti í leik með KA.
Frosti í leik með KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar hafa fengið til sín Frosta Brynjólfsson fyrir átökin í 2. deild karla næsta sumar.

Frosti er tvítugur leikmaður sem leikur framarlega á vellinum.

Hann kemur til Hauka frá frá Magna Grenivík en hann er uppalinn í KA. Hann á fimm leiki að baki í efstu deild með KA en síðustu tímabil hefur hann spilað í næst efstu deild með Magna. Á síðustu leiktíð spilaði hann 11 leiki í deild og bikar með Magna.

Magni féll í 2. deild en hann ætlar að taka slaginn með Haukum sem höfnuðu í fimmta sæti 2. deildar á síðustu leiktíð. Haukar voru með mjög ungt lið á síðustu leiktíð og Frosti passar inn í það þó hann sé kominn með ágætis reynslu í meistaraflokki.
Athugasemdir
banner