Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 15:56
Elvar Geir Magnússon
Einar Logi aftur í Kára (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Einar Logi Einarsson hefur fengið félagaskipti yfir í Kára á Akranesi. Káramenn eru í 2. deildinni.

Einar lék með ÍA en hætti hjá félaginu eftir síðasta tímabil.

„Ég starfa sem sjúkraflutningamaður meðfram störfum mínum sem tölvunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Það er krefjandi að láta þetta allt ganga upp. Sjúkraflutningastarfið og fótboltinn fór ekki alveg nógu vel saman og ég tók því ákvörðun að hætta hjá ÍA. Það er alveg útilit fyrir það að ég taki mér bara frí frá fótboltanum um óákveðinn tíma," sagði Einar Logi við Skagafréttir í vetur.

Einar Logi lék 19 leiki á síðustu leiktíð með ÍA í Pepsi Max-deildinni, og skoraði hann þrjú mörk.

Hann lék með Kára 2016 og 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner