Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 21. febrúar 2021 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bruce: Sannfærður um að allt verði í lagi - Mjög ódýrt víti
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög sáttur með fyrsta klukkutímann. Við erum svekktir með fyrsta markið þeirra en við komumst svo inn í leikinn. Í öðru markinu var hræðileg stefnubreyting á boltanum og svo var vítaspyrnan," sagði Steve Bruce, stjóri Newcastle, eftir 3-1 tap gegn Man Utd í kvöld.

„Við erum með fjórða dómara og VAR, það lítur út fyrir að minn maður hafi stigið á tána á honum, það á ekki að vera nóg til að fara niður. Þetta leit út fyrir að vera mjög ódýrt víti."

Joelinton meiddist í leiknum en Bruce segir að það líti ekki út fyrir að vera mjög alvarlegt.

„Fulham átti góða viku og vann tvo leiki sem gefur mikið í fallbaráttunni, þetta erum við og kannski Brighton, Burnley og Crystal Palace sem lítum aftur fyrir okkur og pössum okkur á Fulham. Ég er sannfærður að við náum í nægilega góð úrslit í framhaldinu eftir góða frammistöðu á Old Trafford," sagði Bruce um fallbaráttuna.

„Mín skilaboð til stuðningsmanna eru þau að ég er sannfærður að allt verði í lagi."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner