Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. mars 2020 17:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ívar Örn ræddi við HK: Tímapunkturinn ekki réttur
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær sagði Hjörvar Hafliðason frá því að HK hefði sýnt Ívari Erni Jónssyni, vinstri bakverði Vals, áhuga.

„HK-ingar mættu með tilboð í vinstri bakvörð Vals," sagði Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi hlaðvarpsþáttarins.

„Ívar vildi ekki fara. Hann ætlar að vera áfram hjá Val," bætti Hjörvar við. Fótbolti.net heyrði í Ívari í dag og spurði hann út í stöðu mála.

„Já það voru einhverjar viðræður en mér fannst tímapunkturinn ekki réttur til að skipta um félag," sagði Ívar við Fótbolta.net.

Var það komið á það stig að Valur hafði samþykkt tilboð HK?

„Ég er ekki rétti maðurinn til að svara hvað fór á milli félaganna, ég fékk allavega leyfi til að skoða þennan möguleika," sagði Ívar.
Athugasemdir
banner
banner
banner