Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. mars 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Konate ánægður með nýja fyrirliðann - „Mjög góður leiðtogi"
Mbappe er fyrirliði franska landsliðsins
Mbappe er fyrirliði franska landsliðsins
Mynd: EPA

Kylian Mbappe er nýr fyrirliði franska landsliðsins eftir að Hugo Lloris lagði landsliðshanskana á hilluna.


Einhverjar fréttir fóru á flug um að Antoine Griezmann hafi ekki verið sáttur með valið á nýja fyrirliðanum. Ibrahima Konate segir hins vegar að allir leikmenn landsliðsins séu gríðarlega ánægðir með nýja fyrirliðann.

„Jafnvel þó ég hefði eitthvað um þetta að segja myndi ekkert breytast. Þjálfarinn ræður en ég er mjög ánægður. Mbappe á þetta skilið, við erum allir sammála um það. Hann á þetta skilið miðað við það sem hann gerði á HM og með PSG," sagði Konate.

Hann er mjög góður leiðtogi, innan sem og utan vallar. Hann er ungur og hefur gaman af því að hlægja og njóta, ekkert annað. Hann er góð manneskja, sumir halda að hann sé hrokafullur. Ég hef verið spurður út í það hjá félaginu mínu og annars staðar, við þá segi ég bara 'ertu bilaður? Hann er svo fínn.' Auðvitað verður hann góður fyrirliði."


Athugasemdir
banner
banner
banner