Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   sun 21. apríl 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola gerir ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn - „Ekki biðja mig um það“
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Spænski stjórinn Pep Guardiola er alvarlega að íhuga það að hætta að gera sjónvarpsstöðunum til geðs og sleppa því að mæta í viðtöl ef ekki verður komið til móts við félögin.

Það var ekki bara gleði og gaman þegar Manchester City kom sér í úrslitaleik enska bikarsins annað árið í röð.

Guardiola var ósáttur eftir leikinn. Kvartaði hann yfir dagsetningunni, en Man City spilaði 120 mínútur gegn Real Madrid á miðvikudag, datt úr leik og þurfti síðan að spila þremur dögum síðar í undanúrslitum bikarsins.

Hann og Jürgen Klopp eru þeir sem hafa mótmælt þessum ákvörðunum sem allra mest ásamt Mikel Arteta, en Guardiola er nú að íhuga það að hætta að mæta í viðtöl og annað sem sjónvarpsstöðvarnar biðja hann um að gera.

„Fólk getur ekki mögulega skilið þetta högg sem við fengum í andlitið þegar við vorum úr leik í Meistaradeildinni. Af hverju ekki að gefa okkur aukadag þar sem Man Utd, Chelsea og Coventry voru ekki að spila í miðri viku?“

„Já, þetta er fyrir þá sem sýna leikina beint. Okei, ekki biðja mig um að gera þessa auka hluti eftir leiki, því ég mun ekki gera það,“
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner