Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   sun 21. apríl 2024 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þú hefur daginn í dag til að fara heim að grenja svo áfram gakk"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu þremur leikjunum í deildinni sem hafa allir farið fram á heimavelli. Liðið tapaði gegn nýliðum Vestra í dag. Fótbolti.net ræddi við Ívar Örn Árnason varnarmann liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Vestri

„Ég er drullu pirraður, helst út í okkur sjálfa, mér fannst við ekki spila vel í dag. Það er hægt að kenna miklum vind og aðstæðum eitthvað um en það breytir því ekki að mér fannst menn ekki vera tilbúnir í dag og áttum ekkert skilið að fá út úr þessum leik," sagði Ívar Örn.

„Mér fannst við verjast mjög vel. Eitt svona lúðamark segir ekkert til um það hvernig varnarleikurinn okkar var, hann var til fyrirmyndar. Svona er bara fótboltinn, þetta er fyrst og síðast heppni. Hún virkar á báða vegu og þetta hlítur á endanum að jafnast út og þetta fari að detta okkar megin."

KA fór alla leið í úrslit Mjólkurbikarsins á síðustu leiktíð en næsti leikur liðsins er gegn ÍR í bikarnum. Liðið ætlar sér að gera góða hluti í bikarnum í ár.

„Þetta er auðvitað áhyggjuefni. Við höfðum klárlega hugsað okkur að vera með fleiri stig en eitt eftir þrjár umferðir. Næst er það bikarleikur og við ætlum að halda áfram að fara langt í honum. Það verður sett full áhersla á ÍR í miðri viku, það er ekkert hægt að vorkenna sjálfum sér lengi frameftir viku. Þú hefur daginn í dag til að fara heim og grenja svo áfram gakk," sagði Ívar Örn.


Athugasemdir
banner