Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. maí 2020 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavöllurinn spáir Blikum titlinum frekar en Val
Úr leik Breiðablik og Vals.
Úr leik Breiðablik og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum sem birtist í gær var spáð í spilin fyrir Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir fóru yfir málin með Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur.

Pepsi Max-deild kvenna fer af stað í næsta mánuði og er spennan farin að magnast fyrir tímabilinu.

Það má búast við titilbaráttu á milli Breiðablik og Vals, og þá stefnir Selfoss væntanlega einnig á titilbaráttu. Heimavöllurinn spáir Blikum titlinum. „Ég held að þær hafi verið rosalega súrar eftir síðasta tímabil," sagði Bára, en Blikar höfnuðu í öðru sæti á eftir Val á síðustu leiktíð.

Þrótti Reykjavík og ÍBV er spáð niður um deild, en spána má sjá í heild sinni hér að neðan.

Hægt er að hlusta á umræðuna í Podcast veitum og í spilaranum hér neðar í fréttinni.

Spá Heimavallarins:
10. Þróttur R.
9. ÍBV
8. FH
7. Stjarnan
6. Þór/KA
5. KR
4. Fylkir
3. Selfoss
2. Valur
1. Breiðablik
Heimavöllurinn - Spá fyrir Pepsi Max 2020
Athugasemdir
banner
banner
banner