Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   fim 21. júní 2018 22:29
Sævar Ólafsson
Gunni Borgþórs: Mjög ánægður með stigið
Gunni Borgþórs var ekki sáttur við spilamennskuna en sáttur við stigið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta ekki góður leikur ef ég á að segja alveg eins og er“ var það fyrsta sem Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga hafði um leik Leiknismanna og Selfyssinga að segja. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Leiknisvelli í kvöld þar sem nokkur þungi var á hans mönnum eftir því sem líða tók á leikinn.

„Okkar slakasti leikur svona með boltann, við vörðumst ágætlega og vorum mjög miklir klaufar og vorum að hitta hann illa“ bætti Gunnar svo við.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 Selfoss

"Mikið um feilsendingar og handahófskenndur fótbolti þannig að ég er mjög ánægður með stigið og baráttan var mjög góð hjá liðinu en ég var ekki nógu ánægður með spilamennskuna"

Selfyssingar tóku forystuna á þriðju mínútu leiksins þegar Miroslav Pushkarov gerði afdrifarík mistök sem Gilles Mbang Ondo nýtti sér vel.

„Við unnum þetta vel og lögðum upp með ákveðna pressu á þá þegar markmaðurinn þeirra væri með boltann á móti vindi og það náttúrulega lukkaðist – þetta er þannig í fótbolta og gekk mjög vel upp“

Nokkur pressa var á Selfyssingum í lok fyrri hálfleiks og svo næstum allan síðari hálfleikinn – var það uppleggið að leggjast niður?

„Það var mjög einföld ástæða fyrir því – við spiluðum aftarlega í dag því við vissum að þeir myndi reyna að sparka aftur fyrir okkur og fara í kapphlaup, þeir eru sterkastir þar“

„Við leyfðum þeim svolítið að stjórna leiknum – það hinsvegar kom ekkert útúr því – Stefán þurfti ekki að verja boltann einu sinni. Það gameplan virkaði vel þó að það líti kannski ekki vel út að liggja til baka“ hafði Gunnar að segja um þróun leiksins og uppleggið.

Mikill hiti var í mönnum eftir því sem leikar þróuðust og nokkur stór vafaatriði meðal annars tilköll Leiknismanna um tvær vítaspyrnur.

„Já ég er sammála við vildum fá eina vítaspyrnu – en svona er bara fótboltinn" sagði Gunnar í kímni

„Það er ekkert hægt að kvarta endalaust – svona heilt yfir held ég að þeir hafi gert ágætlega úr erfiðum leik þar sem menn voru fljúgandi á hausinn og lágu á rassgatinu út og suður – á blautum velli í miklum vind“

Viðtalið í heild sinni má nálgast hérna í spilarnum að ofan

Athugasemdir
banner