Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   fim 21. júní 2018 22:29
Sævar Ólafsson
Gunni Borgþórs: Mjög ánægður með stigið
Gunni Borgþórs var ekki sáttur við spilamennskuna en sáttur við stigið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta ekki góður leikur ef ég á að segja alveg eins og er“ var það fyrsta sem Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga hafði um leik Leiknismanna og Selfyssinga að segja. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Leiknisvelli í kvöld þar sem nokkur þungi var á hans mönnum eftir því sem líða tók á leikinn.

„Okkar slakasti leikur svona með boltann, við vörðumst ágætlega og vorum mjög miklir klaufar og vorum að hitta hann illa“ bætti Gunnar svo við.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 Selfoss

"Mikið um feilsendingar og handahófskenndur fótbolti þannig að ég er mjög ánægður með stigið og baráttan var mjög góð hjá liðinu en ég var ekki nógu ánægður með spilamennskuna"

Selfyssingar tóku forystuna á þriðju mínútu leiksins þegar Miroslav Pushkarov gerði afdrifarík mistök sem Gilles Mbang Ondo nýtti sér vel.

„Við unnum þetta vel og lögðum upp með ákveðna pressu á þá þegar markmaðurinn þeirra væri með boltann á móti vindi og það náttúrulega lukkaðist – þetta er þannig í fótbolta og gekk mjög vel upp“

Nokkur pressa var á Selfyssingum í lok fyrri hálfleiks og svo næstum allan síðari hálfleikinn – var það uppleggið að leggjast niður?

„Það var mjög einföld ástæða fyrir því – við spiluðum aftarlega í dag því við vissum að þeir myndi reyna að sparka aftur fyrir okkur og fara í kapphlaup, þeir eru sterkastir þar“

„Við leyfðum þeim svolítið að stjórna leiknum – það hinsvegar kom ekkert útúr því – Stefán þurfti ekki að verja boltann einu sinni. Það gameplan virkaði vel þó að það líti kannski ekki vel út að liggja til baka“ hafði Gunnar að segja um þróun leiksins og uppleggið.

Mikill hiti var í mönnum eftir því sem leikar þróuðust og nokkur stór vafaatriði meðal annars tilköll Leiknismanna um tvær vítaspyrnur.

„Já ég er sammála við vildum fá eina vítaspyrnu – en svona er bara fótboltinn" sagði Gunnar í kímni

„Það er ekkert hægt að kvarta endalaust – svona heilt yfir held ég að þeir hafi gert ágætlega úr erfiðum leik þar sem menn voru fljúgandi á hausinn og lágu á rassgatinu út og suður – á blautum velli í miklum vind“

Viðtalið í heild sinni má nálgast hérna í spilarnum að ofan

Athugasemdir
banner