Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 21. júní 2018 22:29
Sævar Ólafsson
Gunni Borgþórs: Mjög ánægður með stigið
Gunni Borgþórs var ekki sáttur við spilamennskuna en sáttur við stigið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta ekki góður leikur ef ég á að segja alveg eins og er“ var það fyrsta sem Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga hafði um leik Leiknismanna og Selfyssinga að segja. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Leiknisvelli í kvöld þar sem nokkur þungi var á hans mönnum eftir því sem líða tók á leikinn.

„Okkar slakasti leikur svona með boltann, við vörðumst ágætlega og vorum mjög miklir klaufar og vorum að hitta hann illa“ bætti Gunnar svo við.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 Selfoss

"Mikið um feilsendingar og handahófskenndur fótbolti þannig að ég er mjög ánægður með stigið og baráttan var mjög góð hjá liðinu en ég var ekki nógu ánægður með spilamennskuna"

Selfyssingar tóku forystuna á þriðju mínútu leiksins þegar Miroslav Pushkarov gerði afdrifarík mistök sem Gilles Mbang Ondo nýtti sér vel.

„Við unnum þetta vel og lögðum upp með ákveðna pressu á þá þegar markmaðurinn þeirra væri með boltann á móti vindi og það náttúrulega lukkaðist – þetta er þannig í fótbolta og gekk mjög vel upp“

Nokkur pressa var á Selfyssingum í lok fyrri hálfleiks og svo næstum allan síðari hálfleikinn – var það uppleggið að leggjast niður?

„Það var mjög einföld ástæða fyrir því – við spiluðum aftarlega í dag því við vissum að þeir myndi reyna að sparka aftur fyrir okkur og fara í kapphlaup, þeir eru sterkastir þar“

„Við leyfðum þeim svolítið að stjórna leiknum – það hinsvegar kom ekkert útúr því – Stefán þurfti ekki að verja boltann einu sinni. Það gameplan virkaði vel þó að það líti kannski ekki vel út að liggja til baka“ hafði Gunnar að segja um þróun leiksins og uppleggið.

Mikill hiti var í mönnum eftir því sem leikar þróuðust og nokkur stór vafaatriði meðal annars tilköll Leiknismanna um tvær vítaspyrnur.

„Já ég er sammála við vildum fá eina vítaspyrnu – en svona er bara fótboltinn" sagði Gunnar í kímni

„Það er ekkert hægt að kvarta endalaust – svona heilt yfir held ég að þeir hafi gert ágætlega úr erfiðum leik þar sem menn voru fljúgandi á hausinn og lágu á rassgatinu út og suður – á blautum velli í miklum vind“

Viðtalið í heild sinni má nálgast hérna í spilarnum að ofan

Athugasemdir
banner
banner