Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fim 21. júní 2018 22:29
Sævar Ólafsson
Gunni Borgþórs: Mjög ánægður með stigið
Gunni Borgþórs var ekki sáttur við spilamennskuna en sáttur við stigið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta ekki góður leikur ef ég á að segja alveg eins og er“ var það fyrsta sem Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga hafði um leik Leiknismanna og Selfyssinga að segja. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Leiknisvelli í kvöld þar sem nokkur þungi var á hans mönnum eftir því sem líða tók á leikinn.

„Okkar slakasti leikur svona með boltann, við vörðumst ágætlega og vorum mjög miklir klaufar og vorum að hitta hann illa“ bætti Gunnar svo við.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 Selfoss

"Mikið um feilsendingar og handahófskenndur fótbolti þannig að ég er mjög ánægður með stigið og baráttan var mjög góð hjá liðinu en ég var ekki nógu ánægður með spilamennskuna"

Selfyssingar tóku forystuna á þriðju mínútu leiksins þegar Miroslav Pushkarov gerði afdrifarík mistök sem Gilles Mbang Ondo nýtti sér vel.

„Við unnum þetta vel og lögðum upp með ákveðna pressu á þá þegar markmaðurinn þeirra væri með boltann á móti vindi og það náttúrulega lukkaðist – þetta er þannig í fótbolta og gekk mjög vel upp“

Nokkur pressa var á Selfyssingum í lok fyrri hálfleiks og svo næstum allan síðari hálfleikinn – var það uppleggið að leggjast niður?

„Það var mjög einföld ástæða fyrir því – við spiluðum aftarlega í dag því við vissum að þeir myndi reyna að sparka aftur fyrir okkur og fara í kapphlaup, þeir eru sterkastir þar“

„Við leyfðum þeim svolítið að stjórna leiknum – það hinsvegar kom ekkert útúr því – Stefán þurfti ekki að verja boltann einu sinni. Það gameplan virkaði vel þó að það líti kannski ekki vel út að liggja til baka“ hafði Gunnar að segja um þróun leiksins og uppleggið.

Mikill hiti var í mönnum eftir því sem leikar þróuðust og nokkur stór vafaatriði meðal annars tilköll Leiknismanna um tvær vítaspyrnur.

„Já ég er sammála við vildum fá eina vítaspyrnu – en svona er bara fótboltinn" sagði Gunnar í kímni

„Það er ekkert hægt að kvarta endalaust – svona heilt yfir held ég að þeir hafi gert ágætlega úr erfiðum leik þar sem menn voru fljúgandi á hausinn og lágu á rassgatinu út og suður – á blautum velli í miklum vind“

Viðtalið í heild sinni má nálgast hérna í spilarnum að ofan

Athugasemdir
banner
banner