Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 21. júní 2020 21:37
Egill Sigfússon
Óskar Hrafn: Þorði ekki að sleppa mér aftur
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fór í Árbæinn og sótti góð þrjú stig á Wurth völlinn þar sem þeir unnu 0-1 sigur. Óskar Hrafn Þorvalsson, þjálfari Breiðabliks, fannst spilamennskan kaflaskipt hjá sínu liði en er ánægður með stigin þrjú.

„Mér fannst spilamennskan fín í fyrri hálfleik en okkur vantaði þó aðeins taktinn í seinni hálfleik en skoruðum þó þá. Við hefðum viljað náð að stjórna þessum leik meira og verið í betri takt, en lífið er þó þannig að maður fær ekki allt alltaf. Við tökum því þessum þrem stigum fagnandi."

Kwame Quee kom mjög ferskur inn á hjá Breiðablik og Óskar hrósaði honum fyrir hans framlag.

„Kwame kemur alltaf hrikalega sterkur inn og er frábær leikmaður, frábær karakter, frábær einstaklingur og það er afskaplega gott að hafa hann innan okkar raða. Hann hefur breytt tempóinu í þeim leikjum sem hann hefur komið inn á í og vonandi verður bara áframhald á því."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Breiðablik

Þegar Breiðablik skoraði virtist Óskar ekki fagna heldur var hann í eldheitum samræðum við Gísla Eyjólfsson. Óskar sagðist ekki hafa þorað að fagna aftur því mark hafði verið dæmt af þeim fyrr í leiknum og hann var ánægður með frammistöðu Gísla í dag.

„Nei ég var svo sannarlega ekki ósáttur við Gísla, ég fagnaði svo mikið í fyrra markinu þarna sem var dæmt af okkur að ég þorði ekki að sleppa mér aftur. Ég var nú bara að spjalla við Gísla um leikinn svona almennt og var mjög ánægður með Gísla."
Athugasemdir
banner