Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   sun 21. júní 2020 21:37
Egill Sigfússon
Óskar Hrafn: Þorði ekki að sleppa mér aftur
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fór í Árbæinn og sótti góð þrjú stig á Wurth völlinn þar sem þeir unnu 0-1 sigur. Óskar Hrafn Þorvalsson, þjálfari Breiðabliks, fannst spilamennskan kaflaskipt hjá sínu liði en er ánægður með stigin þrjú.

„Mér fannst spilamennskan fín í fyrri hálfleik en okkur vantaði þó aðeins taktinn í seinni hálfleik en skoruðum þó þá. Við hefðum viljað náð að stjórna þessum leik meira og verið í betri takt, en lífið er þó þannig að maður fær ekki allt alltaf. Við tökum því þessum þrem stigum fagnandi."

Kwame Quee kom mjög ferskur inn á hjá Breiðablik og Óskar hrósaði honum fyrir hans framlag.

„Kwame kemur alltaf hrikalega sterkur inn og er frábær leikmaður, frábær karakter, frábær einstaklingur og það er afskaplega gott að hafa hann innan okkar raða. Hann hefur breytt tempóinu í þeim leikjum sem hann hefur komið inn á í og vonandi verður bara áframhald á því."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Breiðablik

Þegar Breiðablik skoraði virtist Óskar ekki fagna heldur var hann í eldheitum samræðum við Gísla Eyjólfsson. Óskar sagðist ekki hafa þorað að fagna aftur því mark hafði verið dæmt af þeim fyrr í leiknum og hann var ánægður með frammistöðu Gísla í dag.

„Nei ég var svo sannarlega ekki ósáttur við Gísla, ég fagnaði svo mikið í fyrra markinu þarna sem var dæmt af okkur að ég þorði ekki að sleppa mér aftur. Ég var nú bara að spjalla við Gísla um leikinn svona almennt og var mjög ánægður með Gísla."
Athugasemdir
banner
banner
banner