Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 21. júní 2020 21:37
Egill Sigfússon
Óskar Hrafn: Þorði ekki að sleppa mér aftur
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fór í Árbæinn og sótti góð þrjú stig á Wurth völlinn þar sem þeir unnu 0-1 sigur. Óskar Hrafn Þorvalsson, þjálfari Breiðabliks, fannst spilamennskan kaflaskipt hjá sínu liði en er ánægður með stigin þrjú.

„Mér fannst spilamennskan fín í fyrri hálfleik en okkur vantaði þó aðeins taktinn í seinni hálfleik en skoruðum þó þá. Við hefðum viljað náð að stjórna þessum leik meira og verið í betri takt, en lífið er þó þannig að maður fær ekki allt alltaf. Við tökum því þessum þrem stigum fagnandi."

Kwame Quee kom mjög ferskur inn á hjá Breiðablik og Óskar hrósaði honum fyrir hans framlag.

„Kwame kemur alltaf hrikalega sterkur inn og er frábær leikmaður, frábær karakter, frábær einstaklingur og það er afskaplega gott að hafa hann innan okkar raða. Hann hefur breytt tempóinu í þeim leikjum sem hann hefur komið inn á í og vonandi verður bara áframhald á því."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Breiðablik

Þegar Breiðablik skoraði virtist Óskar ekki fagna heldur var hann í eldheitum samræðum við Gísla Eyjólfsson. Óskar sagðist ekki hafa þorað að fagna aftur því mark hafði verið dæmt af þeim fyrr í leiknum og hann var ánægður með frammistöðu Gísla í dag.

„Nei ég var svo sannarlega ekki ósáttur við Gísla, ég fagnaði svo mikið í fyrra markinu þarna sem var dæmt af okkur að ég þorði ekki að sleppa mér aftur. Ég var nú bara að spjalla við Gísla um leikinn svona almennt og var mjög ánægður með Gísla."
Athugasemdir
banner
banner