Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   sun 21. júní 2020 21:37
Egill Sigfússon
Óskar Hrafn: Þorði ekki að sleppa mér aftur
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fór í Árbæinn og sótti góð þrjú stig á Wurth völlinn þar sem þeir unnu 0-1 sigur. Óskar Hrafn Þorvalsson, þjálfari Breiðabliks, fannst spilamennskan kaflaskipt hjá sínu liði en er ánægður með stigin þrjú.

„Mér fannst spilamennskan fín í fyrri hálfleik en okkur vantaði þó aðeins taktinn í seinni hálfleik en skoruðum þó þá. Við hefðum viljað náð að stjórna þessum leik meira og verið í betri takt, en lífið er þó þannig að maður fær ekki allt alltaf. Við tökum því þessum þrem stigum fagnandi."

Kwame Quee kom mjög ferskur inn á hjá Breiðablik og Óskar hrósaði honum fyrir hans framlag.

„Kwame kemur alltaf hrikalega sterkur inn og er frábær leikmaður, frábær karakter, frábær einstaklingur og það er afskaplega gott að hafa hann innan okkar raða. Hann hefur breytt tempóinu í þeim leikjum sem hann hefur komið inn á í og vonandi verður bara áframhald á því."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Breiðablik

Þegar Breiðablik skoraði virtist Óskar ekki fagna heldur var hann í eldheitum samræðum við Gísla Eyjólfsson. Óskar sagðist ekki hafa þorað að fagna aftur því mark hafði verið dæmt af þeim fyrr í leiknum og hann var ánægður með frammistöðu Gísla í dag.

„Nei ég var svo sannarlega ekki ósáttur við Gísla, ég fagnaði svo mikið í fyrra markinu þarna sem var dæmt af okkur að ég þorði ekki að sleppa mér aftur. Ég var nú bara að spjalla við Gísla um leikinn svona almennt og var mjög ánægður með Gísla."
Athugasemdir
banner
banner