Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 21. júní 2021 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Gunnhildur taplaus á toppnum
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orlando Pride, lið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, er á toppnum í Bandaríkjunum og áfram taplaust.

Liðið spilaði við Gotham FC í Flórída í gær og þar komust gestirnir yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Það virtist stefna í fyrsta tap Orlando á tímabilinu en undir lokin jafnaði Courtney Petersen eftir stoðsendingu frá einni bestu fótboltakonu allra tíma.

Samkvæmt uppstillingu Soccerway þá spilaði Gunnhildur á miðsvæðinu, en hún lék allan leikinn. Hún er á sínu fyrsta tímabili með Orlando sem er á toppnum í Bandaríkjunum með 12 stig eftir sex leiki.

Gunnhildur og aðrir leikmenn Orlando klæddust bolum fyrir leikinn í gær sem á stóð: „Verjið trans börn." Þær klæddust bolunum til að mótmæla þeirri ákvörðun að banna trans stúlkum í Flórída að spila íþróttir með stelpum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, skrifaði undir lög þess efnis á fyrsta degi Pride mánaðarins.


Athugasemdir
banner
banner
banner