Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 21. júní 2021 16:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hólmbert Aron til Holstein Kiel (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson er genginn í raðir Holstein Kiel. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag. Hólmbert skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Hólmbert, sem er 28 ára gamall sóknarmaður, kemur til Kiel frá Brescia á Ítalíu. Hólmbert gekk í raðir Brescia í október í fyrra og var mikið meiddur í vetur. Alls lék hann 93 mínútur í ítölsku B-deildinni á tímabilinu.

Holstein Kiel leikur í þýsku B-deildinni og hafnaði þar í þriðja sæti á síðustu leiktíð. Liðið tapaði gegn Köln í umspili um að komast upp í efstu deild. Félagið kom einnig á óvart í bikarkeppninni og komst alla leið í undanúrslit þar. Liðið sló meðal annars Bayern München úr leik.

Hólmbert er þriðji Íslendingurinn til að ganga í raðir Holstein Kiel. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hákon Sverrisson hafa einnig verið á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner