Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mán 21. júní 2021 23:11
Brynjar Óli Ágústsson
Nik Anthony: Misstum tak á leiknum þegar við fengum ekki víti
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur eftir 4-2 tap gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Þróttur byrjaði leikinn vel og tók forystuna eftir fimm mínútna leik. Svo hrundi spilaborgin ef svo má segja.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Fylkir

„Er mjög svekktur. Byrjuðum mjög vel og skoruðum mjög flott mark. Áttum svo að fá víti og eftir það tók Fylkir yfir leikinn og við náðum ekki að takast á við það í fyrri hálfleik. Svo fengu þær þriðja markið, sem drap alveg leikinn. Þau voru alltaf smá betri en við í dag,'' sagði Nik.

Nik var spurður af hverju leikurinn endaði með tapi Þróttar eftir sterka byrjun.

„Ég hef enga hugmynd. Ég þarf að fara til baka og horfa aftur á leikinn því ég get ekki hugsað um eitthvað sem stóð upp úr í framistöðunni.''

„Við hefðum átt að fá víti og svo fengum við annað tækifæri. Það gæti verið að þær voru enn að hugsa um vítið eða eitthvað annað, ég veit ekki alveg. Svo þegar Fylkir jafnaði leikinn þá tóku þær alveg yfir leikinn."

Spurt var hvort það væru einhverjir jákævðir punktar frá leiknum.

„Við héldum alltaf áfram, þrátt fyrir að staðan var 1-3 eða 1-4, þá vorum við enn að skapa færi eins og sást með markinu á síðustu mínútu leiksins.''

„Næsti leikur er bikarleikur og við getum komist í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvennaboltanum, svo það er eitthvað sem við erum að eltast eftir.''

Hægt er að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir