Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fös 21. júní 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarna gærdagsins orðuð við Arsenal og Chelsea
Mynd: EPA
Nico Williams, einn af sóknarmönnum spænska landsliðsins, er orðaður við Arsena og Chelsea. Williams átti frábæran leik gegn Ítölum í gær og það verður erfitt fyrir Athletic að halda honum innan sinna raða.

Það er The Athletic sem fjallar um áhuga liðanna frá London og í grein miðilsins segir að Williams sé með riftunarákvæði í samningi sínum.

Bilbao getur ekki hafnað tilboði í leikmanninn ef það koma 55 milljónir evra á borðið. Það eru um 46,5 milljónir punda.

Williams dreymir um að fara til Barcelona en það verður erfitt fyrir Börsunga að grafa upp þetta háa upphæð fyrir Williams.

Hann verður 22 ára í næsta mánuði og hefur verið hjá Athletic síðan 2013. Vængmaðurinn á að baki 16 landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner