Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   sun 21. júlí 2019 20:07
Kristófer Jónsson
Jói Kalli: Svolítið svekkelsi
Jóhannes Karl var svekktur að ná ekki í þrjú stig.
Jóhannes Karl var svekktur að ná ekki í þrjú stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur með að fá ekki meira en eitt stig eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn KA í 13.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Þetta er svolítið svekkelsi. Mér fannst við vera í fínni stöðu og spiluðum vel í fyrri hálfleik og fengum færi til að komast í 2-0 sem að hefði farið ansi langt með þetta fyrir okkur þar sem að KA voru ekkert að ógna." sagði Jói Kalli eftir leik.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 ÍA

Leikurinn var gríðarlega kaflaskiptur og voru Skagamenn með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í þeim síðari náðu heimamenn í KA að vinna sig betur inní leikinn og uppskáru jöfnunarmark.

„Við hefðum alveg getað tekið þessi þrjú stig með marki í lokin og við vorum að reyna. Ég er sáttur með strákanna sem að komu inná og við héldum áfram. Þannig ég hefði alltaf viljað fá annað markið og vinna hér í dag."

Skagamenn eru í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig og lýst Jóa Kalla vel á framhaldið.

„Við erum að standa okkur vel og erum að sækja fullt af stigum. Við viljum vinna svona leiki eins og í dag. Það eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og viljum bæta. En ég er mjög brattur fyrir framhaldið." sagði Jói Kalli að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner