Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. júlí 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Breytingar á heimavelli West Ham - Áhorfendur verða nær
Mynd: Getty Images
Framkvæmdir verða við London Stadium, heimavöll West Ham, og breytingar gerðar fyrir næsta tímabil.

Leikvangurinn var upphaflega byggður fyrir Ólympíuleikana og talað um að hann henti illa sem fótboltaleikvangur. Það var hlaupabraut í kringum völlinn og áhorfendur langt frá.

Leikvangurinn mun áfram taka 60 þúsund áhorfendur en stúkan verður færð fram um fjóra metra svo fólk verður nær vallarfletinum sjálfum.

„Að endurskipuleggja leikvanginn svo áhorfendur væru nær leiknum var alltaf eitthvað sem við vildum gera. Við skiljum hversu mikilvægt þetta er fyrir stuðningsmenn okkar," segir Karren Brady, varaformaður West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner