Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 21. júlí 2022 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingsvöllur
Öðruvísi stemning á fundinum í Víkinni - „Engum á vellinum fannst þetta víti"
Kristall Máni féll við og fékk vítaspyrnu í seinni hálfleik.
Kristall Máni féll við og fékk vítaspyrnu í seinni hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var öðruvísi stemning á blaðmannafundi í Víkinni í kvöld, undirritaður hefur setið þá nokkra fundina en upplifði í fyrsta sinn að vera með þjálfara beggja liða á sama tíma fyrir framan sig.

Þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Anthony Limbrick, þjálfari TNS, voru báðir nokkuð hressir þegar þeir settust fyrir framan fréttamann Fótbolta.net og fréttamann Morgunblaðsins í Víkinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 The New Saints

Venjulega koma þjálfararnir hvor á eftir öðrum en nú voru þeir báðir á sama tíma. Fundurinn fór fram á ensku, spurningar fréttamanna og svör þjálfara.

Það var eitt atvik í leiknum þar sem óskað var eftir viðbrögðum beggja þjálfara og það var atvikið þegar Kristall Máni Ingason féll í vítateig TNS eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Slóvakíski dómari leiksins benti á vítapunktinn við akkúrat enga hrifningu hins ástralska Limbrick og allra í liði TNS.

„Mér fannst frammistaðan hjá öllum frábær, við þurftum augljóslega smá heppni til að fá þessi víti. Þetta var fyrri hálfleikurinn í þessu einvígi og þeir kunna að vinna Evrópuleiki á sínum heimavelli. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik þar til að fara áfram," sagði Arnar.

Limbrick tók undir með Arnari varðandi frammistöðu Víkings í leiknum. „Mér fannst þeir frábærir, við breyttum aðeins varnarlega í leiknum og það hjálpaði. Þegar þú lítur á heildina þá voru þetta tvö víti, annað þeirra var víti en seinna vítið... það var ekki einn aðili á vellinum sem hugsaði að þetta væri víti, þar eru leikmenn Víkings taldir með. Þetta hefði út frá því átt að vera 1-0 en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá hefði sigur Víkings getað verið mun stærri. Þeir eru gott lið og bjuggu til mun meira en við gerðum. Við erum ennþá á lífi, 2-0 er staðan og það verður öðruvísi leikur á okkar heimavelli. Við erum góðir þar og getum unnið þar, enginn vafi um það."

„En seinna vítið, ég held að allir geti verið sammála um að þetta var ekki víti. Minn maður vinnur klárlega boltann, leikmaður númer 80 (Kristall), toppleikmaður en hann féll um koll. Þetta er ekki víti. Fyrsta vítið var klárt víti."


Arnar ertu sammála Limbrick með seinna vítið?

„Já, það virkaði frekar ódýrt en við höfum ekki fengið mörg víti á tímabilinu svo ég tek þessu," sagði Arnar og hló. Limbrick tók líka ágætlega í þetta svar Arnars.


Athugasemdir
banner
banner