Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. ágúst 2018 08:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea býður Hazard nýjan og betri samning
Powerade
Hazard er boðin launahækkun.
Hazard er boðin launahækkun.
Mynd: Getty Images
Zinchenko er á leið til Spánar.
Zinchenko er á leið til Spánar.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakka dagsins. Þó oft hafi verið mun meira að gera í slúðrinu þá má finna ýmislegt áhugavert. BBC tók saman.

Barcelona hefur ekki áhuga á að selja króatíska miðjumanninn Ivan Rakitic (30) sem er á óskalista Paris St-Germain. (Marca)

Luka Modric (32), miðjumaður Real Madrid, segir að orðrómur um að hann hafi haft samband við Inter að fyrra bragði sé mesta bull sögunnar. (Mirror)

Tottenham mun líklega færa leik sinn gegn Manchester City í október til að forðast árekstur við leik í NFL-deildinni sem fram fer á Wembley. (Daily Mail)

Chelsea býður Eden Hazard (27) fimm ára samning og 300 þúsund pund í vikulaun. Belginn hefur verið orðaður við Real Madrid en bláliðar vilja halda honum. (The Sun)

Ruben Loftus-Cheek (22), miðjumaður Chelsea, gæti farið á lán til Spánar. Maurizio Sarri valdi hann ekki í hópinn sem vann Arsenal um liðna helgi. (Mirror)

Chelsea vill að Loftus-Cheek verði áfram í herbúðum félagsins og berjist fyrir sæti sínu. (Telegraph)

Marco Silva, stjóri Everton, mun líklega hafna 22 milljóna punda tilboði RB Leipzig í framherjann Ademola Lookman (20). Hann var á láni hjá þýska félaginu á síðasta tímabili. (The Times)

Middlesbrough vill fá tvo leikmenn frá Everton; Yannick Bolasie (29) og Muhamed Besic (25). (Star)

Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko (21) hjá Manchester City er á leið til Real Betis á lánssamningi. (Sun)

Arsene Wenger segir að Thierry Henry (41), fyrrum framherji Arsena og Frakklands, hafi áhuga á því að taka við Bordeaux. (Corse Matin)

Yones Kaboul (32), varnarmaður Watford, hefur verið orðaður við Nantes í Frakklandi. Javi Gracia, stjóri Watford, ýjar að því að Kaboul eigi ekki framtíð á Vicarage Road. (Watford Observer)

Það eru taldar 50% líkur á því að þýski varnarmaðurinn Jerome Boateng fari til Paris St-Germain frá Bayern München á næstu dögum. Boateng var orðaður við Manchester United. (Sky Sports)

Alexis Sanchez (29) eyddi myndum af samfélagsmiðlum þar sem hann auglýsti fatalínu sína. Myndirnar voru settar inn fljótlega eftir tap Manchester United gegn Brighton og urðu stuðningsmenn United pirraðir. (Mail)

Stoke undirbýr 6,5 milljóna punda tilboð í Ryan Woods (24), miðjumann Brentford, en Swansea hefur einnig áhuga á leikmanninum. (Telegraph)

Þá vill Stoke fá Tom Huddlestone (31), fyrrum miðjumann Englands, á láni þar til í lok tímabils. (Mail)
Athugasemdir
banner