ÍA og ÍBV mættust í 18.umferð bestu deildar karla í kvöld. Bæði lið eru í neðri helming deildarinnar og því mikilvægur leikur. Eftir fín úrslit að undanförnu og ágætis spilamennsku töpuðu ÍBV en fannst Hermanni úrslit leiksins sanngjörn?
„Já já er það ekki bara? Að sama skapi, þetta hefði geta dottið báðum meginn. Þetta var þannig leikur. Við fengum alveg okkar færi, líklega fleiri í heildina en eins og ég segi þetta gat dottið báðum meginn. Við höfum verið betri og aðeins grimmari og hugrakkari með boltann. Þannig það er aðal svekkelsið, okkar frammistaða. Svona í heildina þá vantaði aðeins upp á." Sagði Hermann beint eftir leik.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 1 ÍBV
ÍBV mun að öllum líkindum vera í neðri helming deildarinnar þegar úrslitakeppnin hefst og var það nánast staðfest með þessum úrslitum. Hvernig horfir Hermann á framhaldið?
„Já það lítur þannig út, það þarf ansi mikið að gerast en við förum bara áfram með fullan mótor. Við höfum verið að njóta þess að spila og verið fínn taktur í þessu hjá okkur. Rosa kraftur og skemmtun hjá okkur þannig við þjöppum okkur saman í vikunni og ég er með klefa hérna sem er hundfúll og svekktir því við vitum að við erum aðeins betri en þetta." Sagði Hermann að lokum.
Nánar er rætt við Hemma í sjónvarpinu hér að ofan.























