Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   lau 21. september 2019 21:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Halldór Kristján: Nokkrir í klefanum sem trúðu þessu
Halldór farið í gegnum bæði 2.deild tvisvar og Inkasso deildina tvisvar með Gróttu
Halldór farið í gegnum bæði 2.deild tvisvar og Inkasso deildina tvisvar með Gróttu
Mynd: Hulda Margrét
Halldór Kristján Baldursson leikmaður Gróttu var gríðarlega sáttur eftir að Grótta tryggði sætið sitt í Pepsi-Max eftir sigur þeirra gegn Haukum í dag, lokatölur 4-0 fyrir Gróttu.

"Þetta er bara ruglað, maður gat í rauninni ekki búist við þessu fyrir tímabil, það voru nokkrir strákar í klefanum sem vildu meina við gætum lent í 1. eða 2. sæti en maður gerir ekkert ráð fyrir þessu" Sagði Halldór hress eftir leik.

Halldór hefur gengið í gegnum súrt og sætt með Gróttu á sínum ferli og verið leikmaður Gróttu í 4 ár. Hann hefur fallið með Gróttu úr deild tvisvar sinnum en einnig verið tvisvar deildarmeistari. Halldór var spurður út í þetta eftir leik.

"Þetta hefur verið mikið upp og niður hjá mér, alltaf annað hvort fara upp eða fara niður, þetta er bara geggjað, bara ný áskorun"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Halldór sér klárlega fram á að taka slaginn með Gróttu í deild þeirra bestu á næsta tímabili, Halldór bætti svo við "Það er Rauða Ljónið fyrst svo bara lokahóf í kvöld" Sagði Halldór og blikkaði svo undirritaðann þegar spurt var hvort hann ætlaði að kíkja í miðbæinn.
Athugasemdir
banner
banner