Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 21. september 2019 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Inter vann slaginn um Mílanó
AC Milan 0 - 2 Inter
0-1 Marcelo Brozovic ('49)
0-2 Romelu Lukaku ('78)

Inter er áfram á toppi ítölsku deildarinnar með fullt hús stiga eftir góðan 0-2 sigur í nágrannaslagnum um Mílanóborg.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en Inter menn mættu ákveðnari út í seinni hálfleikinn og skópu sigurinn.

Marcelo Brozovic skoraði fyrsta markið eftir stutta aukaspyrnu. Lágt og fast skot hans tók stefnubreytingu í varnarmanni og hafnaði í netinu. Hann fær markið þó skráð á sig.

Romelu Lukaku innsiglaði sigurinn gegn bragðdaufu Milan liði. Hann fékk þá góða fyrirgjöf frá Nicolo Barella og skallaði knöttinn í netið.
Athugasemdir