Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 21. september 2019 19:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Luka Kostic eftir fall: Verðum að endurskoða okkur frá grunni
Luka Kostic gerði flotta hluti þrátt fyrir aðeins 4 leiki
Luka Kostic gerði flotta hluti þrátt fyrir aðeins 4 leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Luka Kostic þjálfari Hauka var allt annað en sáttur eftir grátlegt tap í dag gegn Gróttu, leikurinn endaði 4-0 fyrir Gróttu og þar sem Þróttur - Afturelding og Þór - Magni gerðu bæði markalsust 0-0 jafntefli þýðir það einfaldlega að Haukar spila í 2. deild á næsta tímabili.

Luka Kostic tók við liðinu þegar aðeins fjórar umferðir voru eftir og vann hann 2 leiki af 4 við stjórnvölinn. "Þetta er mjög dapurt, stærð klúbbsins er bara þannig við eigum ekki að vera í 2. deildinni, en leikurinn í dag felldi okkur ekki, sumarið er ekki búið að vera gott og þetta er bara ömurleg tilfinning" Sagði Luka eftir leik.

"Þetta var mjög jafn leikur og ég set spurningarmerki við dómgæsluna í mörkum númer 2 og 3. Þetta var mjög jafn leikur, við skoruðum ekki en þeir skoruðu, úrslitin voru slæm en leikurinn var langt frá því að vera slæmur" Sagði Luka eftir þetta 4-0 tap

"Við verðum að endurskoða okkur frá grunni, við þurfum að búa til einhverja venju sem klúbburinn mun gefa, einhvern stöðguleika. Við verðum allir í Haukum að setjast saman og ræða hlutina en það er hellingur af efni í Haukum, við erum með frábæran 3. flokk og frábæran 2. flokk og við erum að byggja í gegnum þessa stráka" Sagði Luka varðandi framhaldið hjá Haukum

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

"Mín skoðun er sú fyrir íslenska knattspyrna er að við þurfum að byggja meira á íslenskum leikmönnum, ef Hollendingar geta gert það og notað unga hollenska leikmenn í þeirra deildum af hverju getum við það ekki heldur? Við eigum nóg af efni hér í Haukum til að byggja á ungum strákum, það er frábært að hafa einhvern útlending eða afkomumann en við eigum að vera byggja þetta úr heimamönnum"

Eins og kom fram áður leika Haukar í 2. deild á næsta tímabili og vonandi koma þeir sterkari til baka að ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner