Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 21. september 2019 19:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Luka Kostic eftir fall: Verðum að endurskoða okkur frá grunni
Luka Kostic gerði flotta hluti þrátt fyrir aðeins 4 leiki
Luka Kostic gerði flotta hluti þrátt fyrir aðeins 4 leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Luka Kostic þjálfari Hauka var allt annað en sáttur eftir grátlegt tap í dag gegn Gróttu, leikurinn endaði 4-0 fyrir Gróttu og þar sem Þróttur - Afturelding og Þór - Magni gerðu bæði markalsust 0-0 jafntefli þýðir það einfaldlega að Haukar spila í 2. deild á næsta tímabili.

Luka Kostic tók við liðinu þegar aðeins fjórar umferðir voru eftir og vann hann 2 leiki af 4 við stjórnvölinn. "Þetta er mjög dapurt, stærð klúbbsins er bara þannig við eigum ekki að vera í 2. deildinni, en leikurinn í dag felldi okkur ekki, sumarið er ekki búið að vera gott og þetta er bara ömurleg tilfinning" Sagði Luka eftir leik.

"Þetta var mjög jafn leikur og ég set spurningarmerki við dómgæsluna í mörkum númer 2 og 3. Þetta var mjög jafn leikur, við skoruðum ekki en þeir skoruðu, úrslitin voru slæm en leikurinn var langt frá því að vera slæmur" Sagði Luka eftir þetta 4-0 tap

"Við verðum að endurskoða okkur frá grunni, við þurfum að búa til einhverja venju sem klúbburinn mun gefa, einhvern stöðguleika. Við verðum allir í Haukum að setjast saman og ræða hlutina en það er hellingur af efni í Haukum, við erum með frábæran 3. flokk og frábæran 2. flokk og við erum að byggja í gegnum þessa stráka" Sagði Luka varðandi framhaldið hjá Haukum

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

"Mín skoðun er sú fyrir íslenska knattspyrna er að við þurfum að byggja meira á íslenskum leikmönnum, ef Hollendingar geta gert það og notað unga hollenska leikmenn í þeirra deildum af hverju getum við það ekki heldur? Við eigum nóg af efni hér í Haukum til að byggja á ungum strákum, það er frábært að hafa einhvern útlending eða afkomumann en við eigum að vera byggja þetta úr heimamönnum"

Eins og kom fram áður leika Haukar í 2. deild á næsta tímabili og vonandi koma þeir sterkari til baka að ári.
Athugasemdir
banner