Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 21. september 2019 19:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Luka Kostic eftir fall: Verðum að endurskoða okkur frá grunni
Luka Kostic gerði flotta hluti þrátt fyrir aðeins 4 leiki
Luka Kostic gerði flotta hluti þrátt fyrir aðeins 4 leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Luka Kostic þjálfari Hauka var allt annað en sáttur eftir grátlegt tap í dag gegn Gróttu, leikurinn endaði 4-0 fyrir Gróttu og þar sem Þróttur - Afturelding og Þór - Magni gerðu bæði markalsust 0-0 jafntefli þýðir það einfaldlega að Haukar spila í 2. deild á næsta tímabili.

Luka Kostic tók við liðinu þegar aðeins fjórar umferðir voru eftir og vann hann 2 leiki af 4 við stjórnvölinn. "Þetta er mjög dapurt, stærð klúbbsins er bara þannig við eigum ekki að vera í 2. deildinni, en leikurinn í dag felldi okkur ekki, sumarið er ekki búið að vera gott og þetta er bara ömurleg tilfinning" Sagði Luka eftir leik.

"Þetta var mjög jafn leikur og ég set spurningarmerki við dómgæsluna í mörkum númer 2 og 3. Þetta var mjög jafn leikur, við skoruðum ekki en þeir skoruðu, úrslitin voru slæm en leikurinn var langt frá því að vera slæmur" Sagði Luka eftir þetta 4-0 tap

"Við verðum að endurskoða okkur frá grunni, við þurfum að búa til einhverja venju sem klúbburinn mun gefa, einhvern stöðguleika. Við verðum allir í Haukum að setjast saman og ræða hlutina en það er hellingur af efni í Haukum, við erum með frábæran 3. flokk og frábæran 2. flokk og við erum að byggja í gegnum þessa stráka" Sagði Luka varðandi framhaldið hjá Haukum

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

"Mín skoðun er sú fyrir íslenska knattspyrna er að við þurfum að byggja meira á íslenskum leikmönnum, ef Hollendingar geta gert það og notað unga hollenska leikmenn í þeirra deildum af hverju getum við það ekki heldur? Við eigum nóg af efni hér í Haukum til að byggja á ungum strákum, það er frábært að hafa einhvern útlending eða afkomumann en við eigum að vera byggja þetta úr heimamönnum"

Eins og kom fram áður leika Haukar í 2. deild á næsta tímabili og vonandi koma þeir sterkari til baka að ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner