Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   lau 21. september 2019 19:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Luka Kostic eftir fall: Verðum að endurskoða okkur frá grunni
Luka Kostic gerði flotta hluti þrátt fyrir aðeins 4 leiki
Luka Kostic gerði flotta hluti þrátt fyrir aðeins 4 leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Luka Kostic þjálfari Hauka var allt annað en sáttur eftir grátlegt tap í dag gegn Gróttu, leikurinn endaði 4-0 fyrir Gróttu og þar sem Þróttur - Afturelding og Þór - Magni gerðu bæði markalsust 0-0 jafntefli þýðir það einfaldlega að Haukar spila í 2. deild á næsta tímabili.

Luka Kostic tók við liðinu þegar aðeins fjórar umferðir voru eftir og vann hann 2 leiki af 4 við stjórnvölinn. "Þetta er mjög dapurt, stærð klúbbsins er bara þannig við eigum ekki að vera í 2. deildinni, en leikurinn í dag felldi okkur ekki, sumarið er ekki búið að vera gott og þetta er bara ömurleg tilfinning" Sagði Luka eftir leik.

"Þetta var mjög jafn leikur og ég set spurningarmerki við dómgæsluna í mörkum númer 2 og 3. Þetta var mjög jafn leikur, við skoruðum ekki en þeir skoruðu, úrslitin voru slæm en leikurinn var langt frá því að vera slæmur" Sagði Luka eftir þetta 4-0 tap

"Við verðum að endurskoða okkur frá grunni, við þurfum að búa til einhverja venju sem klúbburinn mun gefa, einhvern stöðguleika. Við verðum allir í Haukum að setjast saman og ræða hlutina en það er hellingur af efni í Haukum, við erum með frábæran 3. flokk og frábæran 2. flokk og við erum að byggja í gegnum þessa stráka" Sagði Luka varðandi framhaldið hjá Haukum

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

"Mín skoðun er sú fyrir íslenska knattspyrna er að við þurfum að byggja meira á íslenskum leikmönnum, ef Hollendingar geta gert það og notað unga hollenska leikmenn í þeirra deildum af hverju getum við það ekki heldur? Við eigum nóg af efni hér í Haukum til að byggja á ungum strákum, það er frábært að hafa einhvern útlending eða afkomumann en við eigum að vera byggja þetta úr heimamönnum"

Eins og kom fram áður leika Haukar í 2. deild á næsta tímabili og vonandi koma þeir sterkari til baka að ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner