Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 00:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Bale neitaði að halda á merki Real Madrid
Mynd: Getty Images
Real Madrid tapaði 3-0 í París á miðvikudaginn og var Gareth Bale í byrjunarliðinu.

Fyrir upphafsflautið stilltu liðin sér upp fyrir myndatöku og var Bale í miðjunni á neðri röðinni, þar sem maðurinn sem ber merki félagsins er yfirleitt staðsettur.

Raphael Varane rétti Bale liðsmerkið og setti Bale upp frekar móðgaðan svip, enda óánægður með hvernig félagið hefur komið fram við hann að undanförnu. Hann vildi ekki halda á merkinu og rétti það því yfir til Dani Carvajal.

Bale átti góðan fyrri hálfleik og var líflegasti leikmaður gestanna. Hann kom knettinum í netið en markið dæmt af vegna hendi.

Kantmaðurinn er kominn með tvö mörk í þremur deildarleikjum. Hann skoraði tvennu og var rekinn útaf í 2-2 jafntefli gegn Villarreal í byrjun mánaðar.




Athugasemdir
banner
banner
banner