Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 21. september 2019 17:20
Baldvin Már Borgarsson
Sveindís Jane: Ætluðum að sýna öllum að við eigum heima í Pepsi Max
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís var stolt af Kefalvíkurliðinu og frammistöðu þess eftir 3-2 tap gegn Val, en fyrir leikinn var ljóst að Keflavík væri fallið svo þær voru einungis að spila upp á stoltið.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Keflavík

Hvað hefuru að segja svona strax eftir leik?

„Heyrðu það var bara mjög gaman að spila þennan leik, við vorum bara að spila upp á stoltið og vissum fyrirfram að við værum fallnar þannig við ætluðum bara að gefa allt í þetta og við gerðum það, þetta var ekkert létt fyrir þær.''

Þið eruð farnar niður en mér fannst þið sýna að þið gætuð alveg spilað í þessari deild.

„Já við ætluðum að koma hingað og sýna öllum að við eigum heima í Pepsi Max deildinni en það gekk ekki allt upp í byrjun tímabisins og svona er þetta bara.''

Sveindís skoraði glæsilegt mark utan af kanti, var hún að reyna skotið?

„Já þetta var alltaf skot.'' - Segir Sveindís og hlær. „Nei ég ætlaði að senda boltann fyrir en ég tek markinu fagnandi.''

Í stöðunni 3-2 negliru boltanum af löngu færi í slánna og meiðist eitthvað við það, er það alvarlegt?

„Nei ég fékk bara smá tak í rassinn, ég sá markið fyrir mér og ætlaði að negla honum inn en eins og þú segir var það sláarskot.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Sveindís betur um leikinn, það að ÍBV hafi haft samband við hana fyrir leik þeirra um daginn og framhaldið en hún er einn eftirsóttasti leikmaður landsins og telst ólíklegt að hún fylgi Keflavík niður í Inkasso deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner