Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 21. september 2019 17:20
Baldvin Már Borgarsson
Sveindís Jane: Ætluðum að sýna öllum að við eigum heima í Pepsi Max
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís var stolt af Kefalvíkurliðinu og frammistöðu þess eftir 3-2 tap gegn Val, en fyrir leikinn var ljóst að Keflavík væri fallið svo þær voru einungis að spila upp á stoltið.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Keflavík

Hvað hefuru að segja svona strax eftir leik?

„Heyrðu það var bara mjög gaman að spila þennan leik, við vorum bara að spila upp á stoltið og vissum fyrirfram að við værum fallnar þannig við ætluðum bara að gefa allt í þetta og við gerðum það, þetta var ekkert létt fyrir þær.''

Þið eruð farnar niður en mér fannst þið sýna að þið gætuð alveg spilað í þessari deild.

„Já við ætluðum að koma hingað og sýna öllum að við eigum heima í Pepsi Max deildinni en það gekk ekki allt upp í byrjun tímabisins og svona er þetta bara.''

Sveindís skoraði glæsilegt mark utan af kanti, var hún að reyna skotið?

„Já þetta var alltaf skot.'' - Segir Sveindís og hlær. „Nei ég ætlaði að senda boltann fyrir en ég tek markinu fagnandi.''

Í stöðunni 3-2 negliru boltanum af löngu færi í slánna og meiðist eitthvað við það, er það alvarlegt?

„Nei ég fékk bara smá tak í rassinn, ég sá markið fyrir mér og ætlaði að negla honum inn en eins og þú segir var það sláarskot.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Sveindís betur um leikinn, það að ÍBV hafi haft samband við hana fyrir leik þeirra um daginn og framhaldið en hún er einn eftirsóttasti leikmaður landsins og telst ólíklegt að hún fylgi Keflavík niður í Inkasso deildina.
Athugasemdir
banner