Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   lau 21. september 2019 17:20
Baldvin Már Borgarsson
Sveindís Jane: Ætluðum að sýna öllum að við eigum heima í Pepsi Max
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís var stolt af Kefalvíkurliðinu og frammistöðu þess eftir 3-2 tap gegn Val, en fyrir leikinn var ljóst að Keflavík væri fallið svo þær voru einungis að spila upp á stoltið.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Keflavík

Hvað hefuru að segja svona strax eftir leik?

„Heyrðu það var bara mjög gaman að spila þennan leik, við vorum bara að spila upp á stoltið og vissum fyrirfram að við værum fallnar þannig við ætluðum bara að gefa allt í þetta og við gerðum það, þetta var ekkert létt fyrir þær.''

Þið eruð farnar niður en mér fannst þið sýna að þið gætuð alveg spilað í þessari deild.

„Já við ætluðum að koma hingað og sýna öllum að við eigum heima í Pepsi Max deildinni en það gekk ekki allt upp í byrjun tímabisins og svona er þetta bara.''

Sveindís skoraði glæsilegt mark utan af kanti, var hún að reyna skotið?

„Já þetta var alltaf skot.'' - Segir Sveindís og hlær. „Nei ég ætlaði að senda boltann fyrir en ég tek markinu fagnandi.''

Í stöðunni 3-2 negliru boltanum af löngu færi í slánna og meiðist eitthvað við það, er það alvarlegt?

„Nei ég fékk bara smá tak í rassinn, ég sá markið fyrir mér og ætlaði að negla honum inn en eins og þú segir var það sláarskot.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Sveindís betur um leikinn, það að ÍBV hafi haft samband við hana fyrir leik þeirra um daginn og framhaldið en hún er einn eftirsóttasti leikmaður landsins og telst ólíklegt að hún fylgi Keflavík niður í Inkasso deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner