Í kvöld áttust við Fylkir og FH í 17. umferð Pepsi-Max deild karla en þar enduðu leikar með öruggum 1-4 sigri FH-inga.
"Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekkert fínn hjá okkur, við þjálfararnir getum tekið ýmislegt á okkur eftir þennan leik, það er bara eins og það er en þetta var bara svona einn af þessum dögum fannst mér þannig við komum bara hressir inn í næsta leik" Sagði Ólafur Ingi Stígsson þjálfari Fylkis eftir tapið í kvöld.
"Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekkert fínn hjá okkur, við þjálfararnir getum tekið ýmislegt á okkur eftir þennan leik, það er bara eins og það er en þetta var bara svona einn af þessum dögum fannst mér þannig við komum bara hressir inn í næsta leik" Sagði Ólafur Ingi Stígsson þjálfari Fylkis eftir tapið í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 4 FH
Óli talaði um að hann og þjálfararnir hefðu getað gert betur í leiknum, hvað var það sérstaklega?
"Það er bara einhvað sem við höfum fyrir okkur, við bara skoðum aðeins leikinn aftur og svona fyrsta hugsun hjá okkur er að við hefðum getað lokað aðeins betur á þá en við vinnum bara í því"
Tekur Óli einhvað jákvætt úr þessu tapi?
"Við þurfum kannski bara að fara vinna betur í okkar málum það er kannski einhvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu en það er ekkert mikið jákvætt sem maður getur tekið út úr 4-1 tapi"
Arnór Gauti Jónsson sem kom frá Aftureldingu í sumar braut bein í ristinni fyrr á tímabilinu, hver er staðan á honum?
"Hann er allur að koma til, hann er svona byrjaður að labba og vonandi byrja að skokka og vonandi kemur hann og hjálpar okkur einhvað"
Athugasemdir