Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 21. október 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan: Mourinho er enn 'sá sérstaki'
Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic telur að Jose Mourinho muni standa sig vel í sínu næsta starfi.

Mourinho er ekki enn kominn með nýtt starf sem knattspyrnustjóri frá því hann var rekinn frá Manchester United í desember á síðasta ári. Hann er í dag að vinna sem sérfræðingur á Sky Sports.

Zlatan vann með Mourinho hjá Inter og Manchester United og hefur hann mikla trú á portúgalska stjóranum.

„Hann hefur haft ótrúleg áhrif á minn feril," sagði Zlatan í samtali við Gazzetta dello Sport.

„Hann er enn 'sá sérstaki', sigurvegari. Ég vona að hann verði fljótt kominn aftur á bekkinn og ég er viss um að hann muni byrja að vinna strax."

Nýlega forseti Lyon að Mourinho hefði hafnað franska félaginu vegna þess að hann væri búinn að finna sér nýtt félag.

Zlatan er mjög hrifinn af Mourinho, en Svíinn er ekki jafn hrifinn af Pep Guardiola. Zlatan vann með Guardiola hjá Barcelona.

„Þegar við mættum hvor öðrum, þá fór hann í felur. Hann beið eftir því að ég færi og þá fór hann," sagði Zlatan.

Zlatan ætlar að leita á ný mið í janúar þegar samningur hans við LA Galaxy í Bandaríkjunum endar.
Athugasemdir