Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. október 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta vildi ekki segja til um hvort Rúnar muni spila
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal spilar á morgun við Rapíd Vín frá Austurríki í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Rúnar Alex Rúnarsson gæti þar spilað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal, en hann gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði. Bernd Leno er aðalmarkvörður Arsenal en Rúnar gæti fengið tækifæri í Evrópudeildinni.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður á því á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun hvort Rúnar Alex yrði í markinu.

„Ég get ekki sagt þér hvernig liðið verður á morgun, því miður," sagði Arteta.

Leikur Rapid Vín og Arsenal er á morgun klukkan 16:55.
Athugasemdir
banner
banner
banner