Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. október 2020 18:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Ekki mikil martröð eftir allt saman
Shakhtar náði í þrjú stig til Madrídar.
Shakhtar náði í þrjú stig til Madrídar.
Mynd: Getty Images
Það voru mjög óvænt úrslit í Meistaradeildinni þegar Real Madrid tók á móti Shakhtar.

Shakhtar var án tíu aðalliðsleikmanna í leiknum. Covid-19 hópsmit átti sér stað hjá Shaktar og því eru svo margir leikmenn fjarverandi. Luis Castro, stjóri Shaktar, lýsti ástandinu við martröð.

En þetta var ekki svo mikil martröð fyrir Shakhtar eftir allt saman því þeir fóru á æfingasvæði Real Madrid og unnu 3-2 sigur.

Úkraínska liðið lék á als oddi í fyrri hálfleik og leiddi 3-0 að honum loknum. Luka Modric og Vinicius Junior minnkuðu muninn fyrir Real í seinni hálfleik. Federico Valverde skoraði þriðja markið í uppbótartíma, en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Lokatölur 3-2 fyrir Shakhtar og frábær sigur þeirra niðurstaðan. Í hinum leiknum sem var að klárast núna skildu Salzburg og Lokomotiv Moskva jöfn í fjörugum leik.

Frábær sigur fyrir Shakhtar
A-riðill
Salzburg 2 - 2 Lokomotiv
0-1 Lopes Eder ('19 )
1-1 Dominik Szoboszlai ('45 )
2-1 Zlatko Junuzovic ('50 )
2-2 Vitali Lisakovich ('75 )

B-riðill
Real Madrid 2 - 3 Shakhtar D
0-1 Tete ('29 )
0-2 Raphael Varane ('33 , sjálfsmark)
0-3 Manor Solomon ('42 )
1-3 Luka Modric ('54 )
2-3 Vinicius Junior ('59 )

Það hefjast sex leikir klukkan 19:00 í Meistaradeildinni.

Sjá einnig:
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Fabinho byrjar við hlið Gomez
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner