UEFA hefur tilkynnt nýjan leikdag fyrir viðureign U21 landsliðs karla við Ítalíu, sem frestað var fyrr í mánuðinum.
Leiknum var frestað vegna Covid-19 smita innan ítalska hópsins.
Leikurinn hefur verið settur á 12. nóvember og hefur niðurröðun annarra leikja riðilsins verið breytt svo hægt sé að koma öllum leikjunum sem eftir eru í riðlinum innan landsleikjagluggans í nóvember.
Viðureignin við Ítalíu er lykilleikur í undankeppni EM, enda er staðan í riðlinum ótrúlega jöfn og spennandi - fjögur lið í harðri keppni um efstu sætin.
Ítalía og Írland eru með sextán stig en Svíþjóð og Ísland fimmtán.
Leiknum var frestað vegna Covid-19 smita innan ítalska hópsins.
Leikurinn hefur verið settur á 12. nóvember og hefur niðurröðun annarra leikja riðilsins verið breytt svo hægt sé að koma öllum leikjunum sem eftir eru í riðlinum innan landsleikjagluggans í nóvember.
Viðureignin við Ítalíu er lykilleikur í undankeppni EM, enda er staðan í riðlinum ótrúlega jöfn og spennandi - fjögur lið í harðri keppni um efstu sætin.
Ítalía og Írland eru með sextán stig en Svíþjóð og Ísland fimmtán.
Smelltu hér til að sjá leikjadagskrá og stöðuna í riðlinum af vefsíðu KSÍ
Athugasemdir