Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   lau 21. nóvember 2020 18:58
Brynjar Ingi Erluson
Zidane: Einbeitið ykkur að því sem þið eruð að gera
Það er farið að halla undan fæti hjá franska þjálfaranum Zinedine Zidane eftir erfiða byrjun Real Madrid á tímabilinu en liðið gerði 1-1 jafntefli við Villarreal í dag og er fjórum stigum frá toppliði Real Sociedad.

Madrídingar hafa aðeins unnið sex leiki af fyrstu tólf leikjunum í öllum keppnum á þessu tímabili og er sæti Zidane orðið heitt en liðið varð spænskur meistari á síðustu leiktíð.

Zidane er óhress með stöðuna og var pirraður á spurningum blaðamanna eftir leikinn.

„Ég er með sömu markmið og vanalega og það breytist ekki en þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því. Haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera og ég mun halda áfram að vinna mína vinnu," sagði Zidane.

„Jafnteflið er vonbrigði. Við áttum meira skilið úr þessum leik og ég var pirraður því strákarnir lögðu sig fram í dag," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner