Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. janúar 2020 21:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Leicester fór illa með Hamrana - Son bjargaði Spurs
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveir leikir hófust klukkan 19:30 í ensku úrvalsdeildinni og var þeim rétt í þessu að ljúka.

Tottenham tók á móti Norwich á heimavelli sínum og kom Dele Alli heimamönnum yfir á 38. mínútu. Serge Aurier átti þá fyrirgjöf sem Alli stýrði í netið.

Á 70. mínútu krækti Max Aarons í vítaspyrnu sem Teemu Pukki skoraði svo úr og jafnaði leikinn. Níu mínútum seinna skoraði Son Heung-Min svo sigurmark leiksins þegar hann var réttur maður á réttum stað í teignum og skoraði af stuttu færi.

Loksins sigur hjá Tottenham sem hefur gengið upp og ofan eftir komu Jose Mourinho til félagsins.

Á King Power vellinum tók Leicester á móti West Ham. Harvey Barnes og Ricardo Pereira sáu um að skora mörk Leicester í fyrri hálfleik, staðan 2-0 fyrir heimamenn í leikhléi.

Mark Noble minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir að brot var dæmt á Wilfried Ndidi. Noble setti boltann á mitt markið og Kasper Schmeichel skutlaði sér til hægri.

Ayoze Perez sá um að klára leikinn með tveimur mörkum í restina. Fyrst skoraði hann úr vítaspyrnu og svo skoraði hann með skot úr teignum eftir sendingu frá Kelechi Iheanacho.

Gott svar hjá Leicester eftir slæmt tap gegn Burnley um helgina.

Tottenham 2 - 1 Norwich
1-0 Dele Alli ('38 )
1-1 Teemu Pukki ('70 , víti)
2-1 Son Heung-Min ('79 )

Leicester City 4 - 1 West Ham
1-0 Harvey Barnes ('24 )
2-0 Ricardo Pereira ('45 )
2-1 Mark Noble ('50 , víti)
3-1 Ayoze ('81 , víti)
4-1 Ayoze ('88 )
Athugasemdir
banner
banner