Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 22. janúar 2023 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Meistarabragur á Arsenal - „Þarf mikið til að stöðva þá"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Roy Keane, sparkspekingur á Sky Sports, var virkilega hrifinn af spilamennsku Arsenal í 3-2 sigrinum á Manchester United, en hann segir liðið hafa staðist stóra áskorun í leið sinni að titlinum.

Eddie Nketiah gerði sigurmark Arsenal undir lok leiks með hælspyrnu og tryggði heimamönnum öll stigin í annars baráttumiklum leik.

Sjálfstraust liðsins er í botni. Mörk Man Utd höfðu engin áhrif á Arsenal og engin ummerki um að hægt sé að brjóta það niður á erfiðum augnablikum.

Keane segir að góð og gild ástæða sé fyrir því að liðið sé á toppnum í deildinni.

„Það er enn svolítið í að Man Utd komist á þennan stað. Liðið kom og stóð sig vel en það er erfitt að vinna leiki þar sem þú færð þrjú mörk á þig. Þeir voru hluti af mjög góðum leik en Arsenal átti skilið að vinna. Ef það var einhver vafi um hvort þessir leikmenn væru klárir í baráttuna sem framundan er þá sýndu þeir akkúrat þarna af hverju liðið er á toppnum.“

„Þeir eru á frábærum stað og mikill meðbyr með liðinu. Það er smá sakleysi í þessu liði en líka þessi fantaskapur. Þetta var risastór áskorun og svona leikjum þar sem mjótt er á mununum sýndi liðið karakter og persónuleika. Við sáum það í dag og liðið er með reynslu, ungdóminn og hraðann. Það eru góðir möguleikar á bekknum og mun þurfa mikið til að stöðva þá,“
sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner