Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. apríl 2021 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Blikarnir hafa verið lang, lang, langbestir í vetur"
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

Leiknir er að fara inn í sitt annað tímabil í efstu deild í sögu félagsins eftir að hafa lent í öðru sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.

Þjálfari Leiknismanna var spurður að því hvaða lið honum litist best á fyrir tímabilið.

„Blikarnir hafa verið lang, lang, langbestir í vetur. Við mættum þeim í febrúar og þá fannst mér þeir gjörsamlega klárir í mót. Það var bara eins og að mæta liði á miðju tímabili. Þeir stuðuðu okkur frá fyrstu mínútu."

„Lið eru núna komin í gírinn; KR er komnið meira í gírinn og eru til alls líklegir. Valsararnir eru með rosalegan mannskap og líta vel út líka."

Búist er við að Leiknir verði í fallbaráttu en liðinu er spáð 12. sæti í spá Fótbolta.net fyrir tímabilið.
Útvarpsþátturinn - Siggi Höskulds, vetrarverðlaun og Spánarspark
Athugasemdir
banner
banner
banner