Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 22. maí 2019 14:54
Elvar Geir Magnússon
Julian Brandt til Dortmund (Staðfest)
Borussia Dortmund hefur keypt Julian Brandt á 22 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Þessi 23 ára leikmaður gerir fimm ára samning.

Það er nóg að gera á skrifstofu Dortmund þennan daginn en í morgun gekk félagið frá kaupum á Thorgan Hazard.

Brandt segir við heimasíðu Dortmund að hann hafi valið Dortmund út frá tilfinningu

„Dortmund rétt missti af titlinum síðasta tímabil svo það er pláss fyrir bætingu," segir Brandt.

Brandt hefur meðal annars verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni en hann getur spilað í öllum sóknarstöðunum.
Athugasemdir
banner
banner