sun 22. maí 2022 21:23 |
|
Besta deildin: Sowe hetja Blika í stórkostlegum sjö marka leik - Víkingar gengu frá Val í seinni
Nýliđar Fram voru grátlega nálćgt ţví ađ verđa fyrsta liđiđ til ađ ná í stig af Breiđabliki í 7. umferđ Bestu deildar karla á Kópavogsvellinum í völd en Omar Sowe hafđi önnur plön fyrir Blika og tryggđi ţeim 4-3 sigur. Íslandsmeistaraliđ Víkings vann á međan Val, 3-1, á Origo-vellinum.
Blikarnir byrjuđu frábćrlega. Kristinn Steindórsson kom liđinu yfir á 7. mínútu. Dagur Dan Ţórhallsson átti fyrirgjöf og var Kristinn aleinn í góđri stöđu áđur en hann gerđi fyrsta mark leiksins.
Tveimur mínútum síđar tvöfaldađi hann forystuna međ marki úr vítaspyrnu. Már Ćgisson braut á Ísaki Snćr Ţorvaldssyni og var ţađ í verkahring Kristins ađ afgreiđa vítaspyrnuna í netiđ.
Hlutirnir versnuđu fyrir fram ţegar Albert Hafsteinsson ţurfti ađ fara af velli vegna meiđsla en nýliđarnir fengu líflínu stuttu síđar er Guđmundur Magnússon skorađi međ skalla eftir hornspyrnu Tiago.
Blikar fengu kjöriđ tćkifćri til ađ komast í 3-1 á 33. mínútu er Alex Freyr Elísson braut á Gísla Eyjólfssyni inn í teig. Kristinn í dauđafćri á ađ skora ţrennu en ţrumađi boltanum yfir markiđ.
Guđmundur gat jafnađ undir lok fyrri hálfleiks er Jannik Holmgaard sendi hann í gegn en honum brást bogalistin og vippađi boltanum yfir Anton Ara Einarsson og framhjá.
Dramatíkin fór af stađ í síđari hálfleiknum. Framarar vildu fá vítaspyrnu á 54. mínútu er Holmsgaard féll í teignum en fengu ekki.
Fjórum mínútum síđar hófst svo ótrúlegur kafli. Fred jafnađi metin á 58. mínútu međ marki úr aukaspyrnu áđur en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir tveimur mínútum síđar er hann stangađi aukaspyrnu Olivers SIgurjónssonar í markiđ.
Framarar svöruđu aftur og nú var ţađ Tiago. Ţetta gerđist ađeins 14 sekúndum eftir mark Blika. Fred átti langan bolta á Jannik sem kom boltanum fyrir Tiago og ţađan í netiđ. Blikar vildu fá dćmda rangstöđu en fengu ekki.
Gestirnir vildu aftur fá víti tuttugu mínútum fyrir leikslok er Jannik féll í teignum en ekkert dćmt. Jón Sveinsson, ţjálfari Fram, var ćfur og fékk ađ líta gula spjaldiđ.
Omar Sowe, sem er á láni frá NY Red Bulls, kom inná sem varamađur og reyndist hetja Blika. Hann gerđi sigurmarkiđ ţegar ţrjár mínútur voru eftir og tryggđi Blikum sigur í dramatískum leik.
Blikar eru á fram á toppnum međ fullt hús stiga eftir fyrstu sjö leikina en Fram í 10. sćti međ 5 stig.
Víkingar ađ komast í gang?
Valur lagđi Víking, 3-1, á Origo-vellinum. Fyrri hálfleikurinn bauđ ekki upp á mikinn hasar en sá síđari gerđi ţađ svo sannarlega.
Víkingar fengu víti á 55. mínútu leiksins er Birkir Már Sćvarsson handlék knöttinn. Nikolaj Hansen steig á punktinn tók panenka vítaspyrnu á mitt markiđ. Fimmtán mínútum síđar fór Guy Smit, markvörđur Vals, af velli vegna tognunar aftan í lćri og inn kom Sveinn Sigurđur Jóhannesson.
Logi Tómasson bćtti viđ öđru marki á 75. mínútu. Hann átti sendingu á Helga Guđjónsson, sem lagđi hann aftur á Loga og lét hann vađa í fjćrhorniđ. Ţriđja mark Loga í efstu deild og öll komiđ gegn Val!
Helgi Guđjónsson gerđi svo ţriđja markiđ fimm mínútum fyrir lok leiksins. Ari Sigurpálsson keyrđi á Rasmus Christiansen en danski leikmađurinn reyndi ađ sparka boltanum frá, ţađ vildi ţó ekki betur til en ađ boltinn hrökk til Helga sem skorađi.
Valsmenn klóruđu í bakkann undir lokin er Kyle Mclagan gerđist brotlegur innan teigs. Arnór Smárason skorađi úr vítinu og ţar viđ sat. Lokatölur 3-1 fyrir Íslandsmeisturunum sem eru í 5. sćti međ 13 stig, átta stigum frá toppliđi Breiđabliks. Valur er í 4. sćti međ jafnmörg stig en betri markatölu.
Úrslit og markaskorarar:
Breiđablik 4 - 3 Fram
1-0 Kristinn Steindórsson ('7 )
2-0 Kristinn Steindórsson ('9 , víti)
2-1 Guđmundur Magnússon ('26 )
2-1 Kristinn Steindórsson ('33 , misnotađ víti)
2-2 Frederico Bello Saraiva ('58 )
3-2 Höskuldur Gunnlaugsson ('60 )
3-3 Tiago Manuel Da Silva Fernandes ('62 )
4-3 Omar Sowe ('87 )
Lestu um leikinn
Valur 1 - 3 Víkingur R.
0-1 Nikolaj Andreas Hansen ('55 , víti)
0-2 Logi Tómasson ('74 )
0-3 Helgi Guđjónsson ('84 )
1-3 Arnór Smárason ('90 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir